Hagræðingarkrafa á óvissutímum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. september 2020 15:00 Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun