Segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. ágúst 2020 12:19 Kári segir ekki rétt að enginn hafi greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira