Ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra vaxtahækkana með fjölgun óverðtryggðra lána Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2020 18:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér. Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér.
Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira