Hömlulaust á Hlíf eftir neikvæð sýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 13:12 Hjúkunarheimilið Hlíf á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Öllum hömlum sem settar voru á íbúa á hjúkrunarheimili Hlíf á Ísafirði síðastliðið laugardagskvöld hefur nú verið aflétt. Tekur afléttingin gildi strax að því er fram kemur í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Þetta var ákveðið á fundi umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum sem haldinn var nú undir hádegið. Síðastliðinn laugardag kom niðurstaða úr sýnatöku eldri borgara á Hlíf sem sýndi einkenni sem rímuðu við einkenni smits af völdum kórónaveirunnar. Niðurstaðan sýndi Covid-19 smit. „Í kjölfarið voru 19 settir í sóttkví, aðrir íbúar á Hlíf voru hvattir eindregið til að halda sig heima, þjónusta Ísafjarðarbæjar og heimahjúkrunar var takmörkuð og heimsóknir voru bannaðar. Á sunnudag fóru rúmlega 30 í skimun og á miðvikudagsmorgun ríflega 100, meðal annars starfsfólk verslana í bænum. Öll sýni, fyrir utan það fyrsta, reyndust neikvæð. Endurtekin sýni úr einstaklingnum hafa einnig verið neikvæð. Mótefnamælingar og raðgreining styðja þessa niðurstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að mótsagnakenndar niðurstöður hefðu orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefði verið hert enn frekar. „Þetta er auðvitað mikill léttir,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Fólk hefur sýnt þessum aðgerðum skilning og verið með okkur í liði. Ég vil þakka fólkinu á Hlíf, aðstandendum þeirra, öllum sem komið hafa í skimanir og sýnatöku, starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar, lögreglunnar, Ísafjarðarbæjar og sóttvarnayfirvalda fyrir sunnan.“ „Þetta voru harðar aðgerðir en það var samhljómur um að fara í þær, gegn því að aflétta þeim strax og öll áhætta væri útilokuð. Sá tímapunktur er núna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur verið í samstarfi við rakningateymi, starfandi sóttvarnalækni og COVID-göngudeild Landspítala. Eftir sem áður eru allir hvattir til að fylgja almennum leiðbeiningum yfirvalda sem lesa má um á covid.is, sérstaklega fólk í áhættuhópum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent