Með listum skal land byggja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 13:03 Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Menning Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun