Með listum skal land byggja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 13:03 Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Menning Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar