Með listum skal land byggja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 13:03 Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Menning Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun