Með listum skal land byggja Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 13:03 Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Menning Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur mannkynið verið meðvitaðra um lýðheilsu eins og þessi misserin. Daglega fáum við áminningu um hvernig við gætum að sóttvörnum, enda berjumst við saman við heimsfaraldur. Líkamleg heilsa er hins vegar ekki það eina sem þarf að huga að. Andlegi þátturinn sem því miður gleymist oft er ekki síður mikilvægur. Eitt af því sem lyftir andanum og hjálpar okkur að takast á við amstur daglegs lífs eru menning og listir. Íslendingar eru menningarþjóð. Það vekur heimsathygli hversu marga rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn svona fámenn þjóð hefur alið. Í vor, þegar heimsfaraldur skall á okkur eins og flóðbylgja og samfélagið var sett á pásu var það ekki síst framlag okkar frábæra listafólks sem hjálpaði þjóðinni að þrauka. Atvinnuleikhúsin í höfuðborginni voru með beinar útsendingar nánast daglega, hinir ýmsu tónlistarmenn hleyptu okkur heim í stofu og sjálfstætt starfandi listamenn hinna ýmsu greina létu ljós sitt skína svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa beðið í eftirvæntingu síðan snemma í vor eftir að komast aftur í leikhús og á tónleika. Í venjulegu árferði hefðu frumsýningar í leikhúsi átt að hefjast í vikunni sem leið. Því miður hefur þurft að herða sóttvarnarreglur og gerir það starfsemi sviðslistafólks erfiða og í sumum tilvikum ómögulega. Það er óvíst hversu lengi við munum þurfa að setja okkur skorður í daglegu lífi til að ráða niðurlögum þessarar veiru. Faraldurinn er í hröðum uppgangi í löndum sem við viljum bera okkur saman við og ljóst að enn er nokkuð í land og lítið má út af bera. Þessi faraldur hefur að auki ollið verstu efnahagskreppu sem sést hefur í heila öld. Það er einmitt á þeim stundum sem menning og listir eru mikilvægastar. Þær eru eitt mikilvægasta tækið til að næra andann og skapa verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ákall sviðslistafólks um að fá að halda starfsemi sinni gangandi er því afar skiljanlegt. Ómögulegt er að opna og loka leikhúsum og tónleikastöðum í gríð og erg næstu ár og ljóst er að finna þarf lausnir. Við þurfum að styðja við sjálfstætt starfandi listamenn og búa þarf til hvata til nýsköpunar í menningarmiðlun. Við getum þetta með skapandi hugsun Þessa dagana flykkist fólk á rafrænar listaopnanir, margir borga sig inn á streymisviðburði og kvikmyndaiðnaðurinn hefur blessunarlega náð að halda velli hér á landi. Á tímum þar sem línuleg dagskrá er á undanhaldi skapast þó oft stemning í kringum menningarviðburði og menningarefni sem sýnt er í sjónvarpi. Gott dæmi er sjónvarpsserían Ófærð sem hristi þjóðina svo vel saman að fjölmiðlar gerðu sér mat úr samfélagsmiðlaumræðum um þættina í hverri viku. En það er ekki hægt að streyma allri menningu og ljóst er að okkar góða listafólki er mikið verk fyrir höndum til að takast á við breytta tíma. Þar tel ég mikilvægt að hið opinbera hjálpi til á einhverjum grundvelli. Það mikilvægasta er að grasrót lista fái súrefni til þess að dafna – því án grasrótarinnar visnar það sem ofan á hana er byggt. Þar skiptir mestu að byrjað sé á því að hlusta. Því var sérstaklega ánægjulegt að á samráðsfundi undir forystu heilbrigðisráðherra um aðgerðir vegna Covid-19 til lengri tíma voru fulltrúar leikhúsa, sjálfstætt starfandi tónlistarmanna og sviðslistamanna meðal þátttakenda. Borgarleikhússtjóri sagði í viðtali í vikunni að leikhúsið hafi lifað af margar kreppur og alltaf stigið upp aftur. Leikhúsið hefur einnig lyft mannsandanum í gegnum hinar ýmsu kreppur og hjálpað fólki að stíga upp aftur. Verkefnið næstu misseri er að finna út hvernig hinar sterku listastofnanir geta best hjálpað til við að skapa tækifæri fyrir listamenn. Það er verkefni sem kallar á samvinnu margra aðila. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar