Liverpool búið tapa fleiri leikjum en þrennulið Manchester United frá 1998-99 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 12:00 Ronny Johnsen, Teddy Sheringham, Dwight Yorke, Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna sigri Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999. Getty/Pierre Minier Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3) Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Liverpool liðið á þessu tímabili hefur verið borið mikið saman við þrennulið Manchester United frá 1998-99 en með tapinu á móti Chelsea í gær missti Liverpool af tveimur möguleikum á að jafna árangur þessa United liðs. Liverpool datt út úr ensku bikarkeppninni í gær og á því ekki lengur möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili. Liverpool er svo gott sem orðið enskur meistari og getur líka ennþá unnið Meistaradeildina. Manchester United vann ensku deildina, ensku bikarkeppnina og Meistaradeildina vorið 1999. En Liverpool datt líka aftur úr Manchester United liðinu með því að tapa sínum sjötta leik á tímabilinu á Stamford Bridge í gær. Manchester United vann kannski færri deildarleiki en Liverpool þetta tímabil fyrir 21 ári síðan en þegar kemur að tapleikjum þá voru þeir aðeins fimm samtals hjá United á allri leiktíðinni. Fimmti og síðasti tapleikur Manchester United liðsins tímabilið 1998-99 kom í deildarleik á móti Middlesbrough fimm dögum fyrir jól en United menn töpuðu ekki leik eftir 19. desember. Manchester United tryggði sér síðan enska meistaratitilinn (16. maí), enska bikarmeistaratitilinn (22. maí) og Evrópumeistaratitilinn (26. maí) á tíu ótrúlegum dögum vorið 1999. Liverpool var búið að tapa þremur leikjum 19. desember í fyrra þar af einum þeirra með krakkaliðið sitt á móti Aston Villa. Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum á aðeins tveimur vikum og er því komið upp í sex tapleiki samanlagt.Töp Liverpool liðsins 2019-20 4. ágúast á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn (vítakeppni) 17. september á móti Napoli í Meistaradeildnni (0-2) 17. desember á móti Aston Villa í enska deildarbikarnum (0-5) 18. febrúar á móti Atlético Madrid í Meistaradeildinni (0-1) 29. febrúar á móti Watford í deildinni (0-3) 3. mars á móti Chelsea í enska bikarnum (0-2)Töp Manchester United liðsins 1998-99 9. ágúst á móti Arsenal í leiknum um Góðgerðaskjöldinn (0-3) 20. september á móti Arsenal í deildinni (0-3) 21. nóvember á móti Sheffield Wednesday í deildinni (1-3) 2. desember á móti Tottenham í enska deildarbikarnum (1-3) 19. desember á móti Middlesbrough í deildinni (2-3)
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira