Heilsugæsla í höftum Guðbrandur Einarsson skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan. Ég er hins vegar orðinn það gamall að geta sagt frá því að sem barn hafði ég heimilislækni hér í Keflavík. Heimilislækni sem rak sína einkastofu, þekkti okkur fjölskylduna út og inn og fylgdi okkur eftir í gleði og sorg. Nú er öldin hins vegar önnur. Íbúar farnir að leita annað Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsti á dögunum yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum og þeirri þróun, að nú eru 4 þúsund íbúar af Suðurnesjum skráðir á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eða 1 af hverjum 6. Þessi þróun virðist vera að eiga sér stað vegna neikvæðrar reynslu íbúa, sem felist m.a. í bið eftir síma- og læknatímum eins og segir í bókun velferðarráðs. Tvö kerfi Í viðtali við formann Félags íslenskra heilsugæslulækna á Rúv nýverið, þar sem rætt var um vanda HSS, kom m.a. fram að við búum í raun við tvö kerfi þegar kemur að úthlutun fjármuna til heilsugæslu. Á höfuðborgarsvæðinu fá heilsugæslustöðvar fjármagn miðað við þann fjölda sem skráður er á stöðina en þannig er það ekki á landsbyggðinni. Mikil fjölgun íbúa á Suðurnesjum hefur því engu ráðið um ráðstöfun fjármuna til HSS heldur geðþóttaákvarðanir þeirra sem stjórna hverju sinni. Einkareknar heilsugæslustöðvar Fjöldi einkarekinna heilsugæslustöðva er starfræktur á höfðuðborgarsvæðinu og hafa þessar stöðvar komið mjög vel út í þjónustukönnunum. Vegna þess kerfis sem nú er við lýði á höfuðborgarsvæðinu gefst læknum tækifæri til að opna sína eigin stöð og fá til hennar fjármagn til samræmi við þann fjölda skjólstæðinga sem þeim hefur tekist að fá til sín. Einkarekstur heilbrigðisþjónustu hefur viðgengist hér á landi um langa hríð. Við erum t.d. með einkarekna tannlæknaþjónustu, sálfræðingar eru margir hverjir með sína eigin stofu og mikið af sérgreinalæknum er starfandi á einkareknum stofnunum og veita þar frábæra þjónustu. Má í þessu sambandi nefna Domus Medica og Orkuhúsið. Það er því ekkert nema gott um einkarekstur að segja þar sem ríkið er þjónustukaupi og tryggir jafnan aðgang allra að þjónustunni. Það væri því mikill fengur fyrir íbúa Suðurnesja að fá einkarekna heilsugæslustöð hingað á svæðið. Áður en ég dey Þetta tvöfalda kerfi sem er við lýði kemur hins vegar í veg fyrir að einkarekin heilsugæsla geti orðið að veruleika hér á svæðinu. Því þarf að breyta og við hljótum öll að geta sameinast um það, að ólíðandi sé að landshlutunum sé mismunað á þennan hátt. Að fá til okkar einkareikna heilsugæslustöð myndi gjörbreyta stöðunni, auka samkeppni og minnka álagið á HSS, sem er og hefur lengi verið ómanneskjulegt. Það gæti væntanlega og vonandi orðið til þess að ég myndi fá aftur heimilislækni sem ég hafði sem barn, svona rétt áður en ég dey. Höfundur er oddviti Beinar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar