Sportpakkinn: Fólk mun átta sig betur á styrkleikum Rúmeníu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 22:30 Freyr Alexandersson og Erik Hamrén hafa mánuð til stefnu til undirbúnings fyrir leikinn við Rúmeníu. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, gefur ekki mikið fyrir umræðu um að það að vinna landslið Rúmeníu í EM-umspilinu eigi að vera góður möguleiki og jafnvel „létt verk“. „Við höfum oft orðið varir við slíka umræðu þegar kemur að þjóðum sem hafa kannski ekki á að skipa mörgum leikmönnum sem eru fyrir framan augu áhangenda um hverja helgi, í ensku úrvalsdeildinni fyrst og fremst,“ sagði Freyr í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli, svo lengi sem það verður hægt á þessum árstíma, þann 26. mars í undanúrslitum EM-umspilsins. Sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli í úrslitaleik fimm dögum síðar. Freyr hefur að sjálfsögðu skoðað rúmenska liðið vel og er vel meðvitaður um þá efnilegu kynslóð leikmanna sem þar er að taka við keflinu: „Þetta eru strákar sem eru að taka næstu skref á sínum ferli, allir að spila á góðum stað og hafa gríðarlega hæfileika, og stóðu sig stórkostlega á U21-mótinu síðasta sumar. Við skulum því stíga varlega til jarðar og bera virðingu fyrir andstæðingnum, sem við gerum að sjálfsögðu alltaf. Þegar fer að nálgast leikinn, það er mikil eftirvænting í þjóðfélaginu, þá verður mikið af fréttum fram að leik og þá mun fólk átta sig betur á styrkleikum og auðvitað veikleikum rúmenska liðsins. En við vitum nákvæmlega út í hvað við erum að fara og þetta verður gríðarlega barátta. En, kannski ótrúlegt en satt, þá er Laugardalsvöllurinn gríðarlegt vígi fyrir okkur,“ sagði Freyr. Klippa: Freyr kallar eftir virðingu fyrir Rúmeníu
EM 2020 í fótbolta Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45 Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15 Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32 Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20 KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Skoraði tvö mörk í Evrópudeildinni í gær og spilar á Laugardalsvelli eftir mánuð Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. 21. febrúar 2020 15:45
Þrjú miðaverð og þrír gluggar í boði til að kaupa miða á leik Íslands og Rúmeníu Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig miðasalan verður á umspilsleik Íslands og Rúmeníu sem fer fram á Laugardalsvellinum 26. mars. 19. febrúar 2020 12:15
Sportpakkinn: Ekki alveg réttar fréttir af Kolbeini Það er um mánuður í leik Íslands og Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM og Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari er nokkuð sáttur með standið á leikmönnum liðsins. 21. febrúar 2020 14:32
Hitapulsan kemur til landsins þremur vikum fyrir leikinn gegn Rúmeníu Hitapulsan er sterkasta vopn vallarstarfsmanna KSÍ þegar kemur að því gera Laugardalsvöll kláran fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 14:20
KSÍ keypti 8000 fermetra af steinull Starfsmenn Laugardalsvallar eru við öllu búnir þegar kemur að undirbúningi fyrir leikinn gegn Rúmeníu. 17. febrúar 2020 15:14