Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 10:01 Þorsteinn Leó hefur farið af stað með krafti í liði Porto Vísir/Anton Brink Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. „Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“ Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Þetta hefur verið æðislegt en meiri vinna en maður bjóst við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Þetta er gríðarleg vinna. Vakna snemma, langir dagar, mikið af ferðalögum sem er mjög þreytt. Þau eru svakalega löng. Maður reynir að læra tungumálið þarna. En það er auðvitað flókið. Lífið er annars yndislegt þarna úti hjá okkur. Við erum bara helvíti ánægð með þetta. Algjört ævintýri og draumur fyrir mig að vera atvinnumaður. Ég myndi ekki vilja gera neitt annað.“ „Tel mig geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er“ Fyrsta skrefið af vonandi mörgum á farsælum atvinnumannaferli Þorsteins sem hefur látið til sín taka í efstu deild Portúgals þar sem að hann er markahæsti leikmaður Porto til þessa með 60 mörk í ellefu leikjum. Tölfræði sem gerir þennan íslenska risa upp á 208 sentímetra að þriðja markahæsta leikmanni deildarinnar og það í einu af þremur stærstu félögum Portúgals. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék með Porto í Kaplakrika á dögunum gegn Val í Evrópudeildinni.vísir/Anton „Það eru mjög fáir sem eru í minni hæð þarna úti. Það er dálítið mikið horft upp til manns þarna. Þeir spila allt öðruvísi handbolta. Mjög hraðan handbolta og eru mikið í klippingum. Jú þessi bolti hentar mér, þeir eru lávaxnir eiga ekki auðvelt með að blokkað mig og þar fram eftir götunum. Hentar mér vel að geta spilað á móti þannig leikmönnum. Ég tel mig hins vegar geta spilað á móti hvaða leikmönnum sem er.“ Stefnir á Ólympíuleika með systur sinni Og Þorsteinn er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem er að gera gott mót sem íþróttamaður. Systir hans Erna Sóley Gunnarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á Ólympíuleikum síðastliðið sumar í París. Þau systkinin stefna á Ólympíuleika saman í framtíðinni. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty „Það er langt síðan að við ræddum þetta fyrst. Við ætluðum okkur að vera saman á síðustu Ólympíuleikum. Hún komst, ekki ég. Þá er það bara næsta markmið að vera bæði á Ólympíuleikunum í Bandaríkjunum, Los Angeles. Þú hlýtur að hafa horft stoltur á hana á Ólympíuleikunum? „Jú ég var mjög stoltur af henni. Hún stóð sig bara prýðilega vel . Ég er mjög stoltur af henni.“
Portúgalski boltinn Íslendingar erlendis Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35 Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Þorsteinn Leó Gunnarsson stóð fyrir sínu þegar Porto gjörsigraði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta. 29. október 2024 21:35
Þorsteinn Leó fór hamförum Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson átti stórleik í liði Porto sem vann gríðarlega öruggan 22 marka sigur á Nazaré Dom Fuas AC í efstu deild Portúgals. Þorsteinn Leó skoraði fjórðung marka Porto sem skoraði 44 mörk í leiknum. 28. september 2024 11:15