Mikið um dýrðir í fyrstu opinberu heimsókn Trump til Indlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:23 Modi leiðir Trump-hjónin út á sviðið á Sardar Patel-leikvanginum í Ahmedabad í dag. AP/Alex Brandon Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon
Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira