Mikið um dýrðir í fyrstu opinberu heimsókn Trump til Indlands Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:23 Modi leiðir Trump-hjónin út á sviðið á Sardar Patel-leikvanginum í Ahmedabad í dag. AP/Alex Brandon Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Áætlað er að um hundrað þúsund manns hafi fyllt krikketvöll í Ahmedabad á Indland þegar Narendra Modi forsætisráðherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti héldu þar sameiginlegan útifund við upphaf opinberrar heimsóknar þess síðarnefnda. Tekið hefur verið á móti Trump með kostum og kynjum á Indlandi. Forsetarnir jusu hvor annan lofi fyrir framan mannfjöldann á Motera-leikvanginum í Gujarat, heimaríki Modi forsætisráðherra, og lögðu áherslu á náin tengsl ríkjanna tveggja. „Allir elska hann en ég skal sko segja ykkur það að hann er harður í horn að taka!“ sagði Trump um indverska forsætisráðherrann. Mikið var um dýrðir á útifundinum. Tónlistarmenn á kameldýrum og Bollywood-smellir heyrðust í bland við lög sem framboð Trump spilar á kosningafundum sínum, þar á meðal ýmis lög með breska söngvaranum Elton John, að sögn AP-fréttastofunnar. Margir voru með grímur með andlitum Trump og Modi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Trump hafi átt erfitt með að bera fram indversk nöfn í ræðu sinni. Þannig kallaði hann meðal annars Vedas, helga ritningu hindúa, „Vestas“. Margir yfirgáfu leikvanginn eftir að Modi lauk máli sínu undir ræðu Trump. Fyrr um daginn höfðu hundruð þúsundir borgarbúa þyrpst út á götur til að fagna Trump og Modi. Yfirvöld höfðu tjaldað öllu til, þrifið götur og plantað blómum auk þess sem hundruð auglýsingaskilti með andlitum Trump og eiginkonu hans Melaniu skreyttu göturnar. Trump-hjónin ætla að heimsækja Taj Mahal-grafhýsið í Agra í Indlandsheimsókn sinni sem stendur í einn og hálfan sólarhring. Fyrr í dag skoðuðu þau heimabæ Mahatma Gandí, frelsishetju Indverja, sem fæddist í Gujarat. Trump spreytti sig á rokki þegar hann heimsótti heimili Gandí.AP/Alex Brandon
Bandaríkin Donald Trump Indland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira