Birta myndband af umdeildri handtöku sex ára stúlku í Flórída Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 08:52 Lögreglumaður sést hér leiða Kaiu handjárnaða út í lögreglubíl. Skjáskot Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent