Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 11:19 Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. AP/John Raoux Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019 Bandaríkin Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira
Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. Umræddur öryggisvörður starfaði í skóla í Orlando, á vegum lögreglunnar, og voru börnin tvö, strákur og stúlka, ákærð fyrir minniháttar líkamsárásir. Ríkissaksóknari Orlando hefur þó fellt ákærurnar niður og segir að aldrei hafi staðið til að framfylgja þeim. Aramis D. Ayala, ríkissaksóknari, sagði í gær að um ung börn væri að ræða sem þyrfti að vernda og aga án aðkomu dómskerfisins. Öryggisvörðurinn heitir Dennis Turner en lögreglan hefur ekki viljað bera kennsl á börnin en kona sem segist vera amma stúlkunnar tjáði sig við héraðsmiðilinn WKMG. Hún sagði barnabarn sitt hafa verið handjárnað, sett aftur í lögreglubíl og til hafi staðið að færa hana í varðhald.Meralyn Kirkland segist hafa átt erfitt með að átta sig á símtalinu sem hún fékk á fimmtudaginn. Henni hafi verið tilkynnt að Kaia, barnabarn hennar, hafi sparkað í starfsmann skólans og hún hafi verið handtekin. Þar að auki hafi staðið til að ákæra hana.Samkvæmt Washington Post gripu saksóknarar þó inn í áður en börnin voru færð í varðhald.Um 45 prósent skóla á vegum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa öryggisverði sem þessa. Á ensku kallast þeir „school resource officers“. Þeim er ætlað að vernda nemendur gegn skotárásum og öðrum ógnum. Gagnrýnendur segja þá þó oft gera lögreglumál úr hegðunarvandamálum sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn hafi iðulega brugðist við. Þá eru þeir sakaðir um að koma verr fram við nemendur sem tilheyra minnihlutahópum. Turner hafði ekki fengið leyfi til að handtaka börnin, eins og reglur lögreglunnar segja til um varðandi handtökur barna undir tólf ára aldri. Ekki liggur fyrir af hverju hann handtók drenginn. Samkvæmt Washington Post hafði Turnar starfað sem lögregluþjónn í 23 ár og settist hann í helgan stein árið 2018. Hann mun hafa verið handtekinn og ákærður fyrir að misþyrma sjö ára syni sínum árið 1998 og var hann ávíttur árið 2016 fyrir að beita óhóflegu valdi með rafbyssu árið 2016. Orlando Rolón, lögreglustjóri Orlando, gaf út tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann baðst afsökunar á handtökum barnanna. Hann sagðist hafa tekið skref til að koma í veg fyrir sambærileg atvik í framtíðinni.Statement from OPD Chief Orlando Rolón. pic.twitter.com/qd7msBx0Fw — Orlando Police (@OrlandoPolice) September 23, 2019
Bandaríkin Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Erlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fleiri fréttir Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Sjá meira