Erlent

X fyllist af gríni um Ísland/Grænland

Jakob Bjarnar skrifar
Hugmyndaflugi háðfuglanna á X virðast engum takmörkunum háð.
Hugmyndaflugi háðfuglanna á X virðast engum takmörkunum háð.

Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina.

Trump vísaði til Grænlands sem ísklumps, eða „piece of ice“ og þar virðist hafa orðið skammhlaup í kolli forsetans því í framhaldinu fór hann að tala um Grænland sem Ísland. Reyndar eru uppi kenningar þess efnis að hann hafi ekki verið að tala um Ísland, heldur ísland; þá í merkingunni að Grænland sé ísland.

 En háðfuglarnir á X, sem þykjast aðeins betur að sér í landafræði en Trump, létu þetta ekki trufla sig hið minnsta eins og sjá má á þeim dæmum sem tekin eru til hér neðar. En þau eru miklu fleiri.


Hér er til að mynda gengið lengra en þarna er gefið til kynna að bandarískir hermenn myndu ruglast á búðunum Iceland á Bretlandi saman við Ísland eftir að Trump gefur skipun um innrás.

Ritstjóri erlendra frétta hjá Wall Street Journal veltir því fyrir sér hvort undirskriftasöfnun Íslendinga gegn Billy Long, sendiherraefni Trumps, hafi kallað fram reiði forsetans.

En fjölmörgum þótti herra Long ekkert sérstaklega fyndinn þegar hann sagði að Ísland væri á leið með að verða 52. ríki Bandaríkjanna og hann ríkisstjóri.

Og svo tekur við beinskeyttara grín.

Þessi brandari er á mörkunum:

Og Onion hægrisins í Bandaríkjunum grínaðist með það þegar Trump ruglaðist á löndunum gær.

Hér er grínast með klæðnað Marco Rubio, utanríkisráðherra, eftir að hann kemst að því að hann þarf að gera innrás í Ísland út af ruglingi Trumps.

Og hér vilja menn hjálpa Bandaríkjaforseta með landafræðikunnáttuna, ef hann vilji taka Ísland þá er hér kort af landinu:


Tengdar fréttir

Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna

Margir af þjóðarleiðtogum heims eru staddir í Davos í Sviss á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Mikil umræða átti sér stað þar í gær um stöðuna í heimsmálum, hótanir Bandaríkjamanna í garð Grænlands, stríðsrekstur Rússa í Úkraínu og breytta ásýnd heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×