Erlent

Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Takaichi í japanska þinginu í morgun þegar tilkynnt var um þingslit og boðað til kosninga.
Takaichi í japanska þinginu í morgun þegar tilkynnt var um þingslit og boðað til kosninga. Yuya Shino/Kyodo News via AP

Forsætisráðherra Japans, Sanae Tkaichi, tók þá ákvörðun í morgun að leysa upp þingið í landinu og boða til kosninga í skyndi.

Takaichi var í október kjörin leiðtogi stjórnarflokksins í landinu, fyrst kvenna, og hefur hún notið mikilla vinsælda meðal landsmanna. Talið er að með kosningunum ætli hún að freista þess að ná aftur því fylgi sem flokkur hennar, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur tapað síðustu ár.

Kosningarnar munu fara fram innan skamms tíma, eða þann áttunda febrúar næstkomandi. Óvíst er talið hvort það gefi stjórnarandstöðunni nægan tíma til að ná vopnum sínum gegn hinum vinsæla forsætisráðherra sem glímir þó við ýmis vandamál úr fortíðinni en Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur síðustu árin ítrekað orðið uppvís að ýmisskonar spillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×