Áskorun til atvinnurekenda Stuðningskonur leikskólanna skrifar 26. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar