Vernd og varðveisla skipa Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 14:00 Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútter Sigurfara sem hefur staðið lengi við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi í áratugi. Skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Íslands upphaflega 1897. Taldi bæjarráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhugasömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á Suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merkilegt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægilegt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menningararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síðustu árum hefur Byggðasafn Vestfjarða verið að berjast við að varðveita skipið og tók við því af safninu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá Suður-Afríku. Þegar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og einstakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjármagn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálfsögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um atvinnusögu þjóðarinnar Styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varðveislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hefur lengi verið áhugamál aðildarfélaga Sambands íslenskra sjóminjasafna. Framlög úr fornminjasjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir en á sama tíma hefur húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegnum tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahagslega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir 2 tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutningsmaður á annarri þeirra sem Sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili tillögum til mennta og menningarmálaráðherra innan árs. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Fornminjar Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ég tel það vera mjög mikilvægt að opinberir aðilar í samstarfi við t.d. einkaaðila taki höndum saman um varðveislu og viðhald gamalla skipa og báta og haldi þannig til haga mikilvægum þætti í atvinnusögu okkar landsmanna. Við höfum því miður dregið lappirnar allt of lengi og hætta er á að mörg söguleg skipsfley verði ónýt og heyri sögunni til. Á síðasta ári óskaði bæjarráð Akraneskaupstaðar eftir leyfi frá Minjastofnun að fá að farga kútter Sigurfara sem hefur staðið lengi við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi í áratugi. Skipið var smíðað 1885 í Englandi og keypt til Íslands upphaflega 1897. Taldi bæjarráð að búið væri að rannsaka það nægjanlega til þess að óhætt væri að farga því en áður en því væri fargað væri hægt að gefa áhugasömum kost á að eignast skipið. Mig langar líka að vekja athygli á björgunarskipinu Maríu Júlíu sem liggur nú frekar hnípin við hafnarkantinn í Ísafjarðarhöfn en nú stendur til að setja skipið upp á Suðurtanga til viðgerðar ef allt gengur eftir. María Júlía er merkilegt skip sem á sér merka sögu en því miður hefur ekki fengist nægilegt fjármagn til að halda henni við og sýna henni þann sóma sem hennar merkilega saga á skilið og halda þannig til haga okkar menningararfi. Björgunarskipið María Júlía verður 70 ára á þessu ári. Á síðustu árum hefur Byggðasafn Vestfjarða verið að berjast við að varðveita skipið og tók við því af safninu að Hnjóti og María Júlía hefur þegið ýmsa styrki frá því að hún kom í fang þessara safna, fyrst að Hnjóti og síðan Byggðasafnsins á Vestfjörðum 2003. Forsaga þess er að þá um sumarið barst eigendum skipsins, Þórsbergi á Tálknafirði, kauptilboð frá Suður-Afríku. Þegar það spurðist út til safnanna var ákveðið að sameinast og freista þess að ganga inn í það kauptilboð með einhverjum ráðum og tryggja að skipið færi ekki úr landi, enda um að ræða skip með mikið og einstakt sögulegt gildi að mati beggja þessara safna. Það tókst með hjálp þingmanna úr kjördæminu á þeim tíma, gagnvart eigendum skipsins, að söfnin fengu opinbera aðstoð til að ganga inn í kauptilboðið, en síðan hefur kannski ekki það fjármagn fylgt því sem hefði þurft að gera og er það mjög miður. Bátar sem voru byggðir fyrir árið 1950 teljast sem fornminjar. Hér á landi eru 190 bátar sem falla undir þá skilgreiningu að vera aldursfriðaðir. Það er hins vegar hætt á því að skip sem geymd eru uppi á landi verði ónýt, að þau fúni. Þeim er ætlað að vera í sjó, þannig geymast þau best. Það er að sjálfsögðu best þegar hægt er að gera þessa gömlu báta upp og hægt að nýta þá eins og t.d. í hvalaskoðun sem hefur verið gert með góðum árangri. Það er hið besta mál. Stöndum vörð um atvinnusögu þjóðarinnar Styrkir til verndunar báta og skipa eru því miður hverfandi miðað við þörfina á fjárfestingum í varðveislu þeirra og við höfum ekki bátafriðunarsjóð en hann hefur lengi verið áhugamál aðildarfélaga Sambands íslenskra sjóminjasafna. Framlög úr fornminjasjóði frá árinu 2013 til ársins 2019 hafa verið um 13,5 milljónir en á sama tíma hefur húsafriðunarsjóður veitt styrki til verkefna tengdum verndun húsa og kirkna að upphæð 1,4 milljörðum kr., svo það er mikill munur þar á. Ég tel að við verðum að gera betur og sýna atvinnusögu þjóðarinnar þá virðingu sem hún á skilið en án uppbyggingu skipaflotans í gegnum tíðina værum við ekki stödd eins vel efnahagslega og við erum í dag. Fyrir Alþingi liggja nú fyrir 2 tillögur um vernd og varðveislu skipa og báta og er ég meðflutningsmaður á annarri þeirra sem Sigurður Páll Jónsson er fyrsti flutningsmaður að um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á því hvernig staðið er að verndun og varðveislu skipa og báta og geri tillögur að úrbótum. Starfshópurinn taki saman m.a. yfirlit yfir skip og báta sem hafa menningarlegt og atvinnusögulegt gildi, óháð aldri, og endurskoði aldursmörk skipa og báta samkvæmt lögum um menningarminjar og skili tillögum til mennta og menningarmálaráðherra innan árs. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar