Kynlífsvélmenni geti verið siðferðileg ógn við samfélagið Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 12:07 Dæmi um kynlífsvélmenni sem fyrirtækið Realbotix framleiðir. Vísir/Getty Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“ Kynlíf Tækni Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“
Kynlíf Tækni Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira