Akureyri – Höfuðborg landsbyggðar? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun