Akureyri – Höfuðborg landsbyggðar? Berglind Guðmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 10:00 Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Á tíðum ferðum mínum til Akureyrarbæjar í æsku, með Akureyringnum honum föður mínum, átti hann pabbi til að kalla Akureyri Höfuðborg Norðurlands. Mér fannst það svosem ekkert galið, bærinn hefur allt, eða hvað? Hér er öflugur háskóli, framsækinn spítali og kraftmikið menningar- og íþróttastarf og hér er sterk tenging við sjávarútveginn og norðurslóðir. Hér ættu fleiri að vilja vera, setjast að og anda að sér fersku fjallaloftinu. En við erum í stöðugu kappi við höfuðborgarsvæðið, sér í lagi athygli stjórnmálamanna, áhuga þeirra og vilja til að efla landsbyggðirnar í verki en ekki aðeins fögrum fyrirheitum. Hlutverk sveitarfélagsins Það er hlutverk sveitarfélaganna að sinna lögmæltum verkefnum, meðal annars að reka leikskóla, grunnskóla, félagsþjónustu, þjónustu við fatlaða og svo lengi mætti telja. Þessu hlutverki verða sveitastjórnir að sinna af alúð og samviskusemi. Að hafa þessa lykilhluti í lagi skiptir máli til að gera sveitarfélögin að ákjósanlegum búsetukosti. Svo eru það önnur verkefni sem þarf til til að auka samkeppnishæfni þeirra, verkefni sem eru á herðum ríkisins. Treystum innviði Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um það markmið að treysta samráð og stuðning við sveitarfélög að því er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti. Háværar kröfur um fullnægjandi flutnings- og dreifikerfi raforku hafa loksins skilað hreyfingu á málið. Þó seint sé. Ennþá háværari köll um uppbyggingu flugvallarins á Akureyri hafa fengið takmarkaðan hljómgrunn, framkvæmdir fylgja ekki fögrum fyrirheitum. Ótrúlegt þegar það liggur fyrir að svo stór innviðauppbygging mun gjörbreyta efnahagsmálum í landsbyggðunum. Ekki einungis Norðurlandi-eystra, heldur einnig Norðurlandi-vestra og um allt Austurland. Þetta snýst ekki aðeins um stórlega aukin lífsgæði, heldur einnig að halda íbúafjölda í landsbyggðunum uppi og tryggja íbúafjölgun. Mótvægi við höfuðborgina Þingmenn hafa nýlega lokið kjördæmisferðalögum sínum og ég geri fastlega ráð fyrir því að íbúar um land allt hafi gefið þeim gott veganesti fyrir störf sín á þingi. Þá er nauðsyn að velta því fyrir sér hvernig Ísland liti út ef í landsbyggðunum væru ekki öflugir byggðarkjarnar. Byggðarkjarnar sem allir eru samsettir af öflugu fólki sem gengur gjarnan skrefinu lengra fyrir byggðina sína. Þar sem frumkvöðlar leynast í hverju skúmaskoti og tækifæri til sóknar í nýsköpun eru fjölmörg. Ef hið opinbera sýnir uppbyggingu á landsbyggðunum raunverulegan áhuga, þá treystir það innviði á þar og undirbýr jarðveginn svo fólkið sjálft geti tekið til hendinni og unnið áfram að því að efla sína heimabyggð. Gefum höfuðborginni alvöru mótvægi. Styrkjum landsbyggðina til að efla sterkt höfuðborgarsvæði, án hvors annars getum við ekki verið. Skilgreinum Akureyrarbæ eða jafnvel Eyjafjarðasvæðið allt, sem höfuðborg landsbyggðanna. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun