Ósanngjarnt er að ferðaþjónustan taki ein á sig höggið Þórir Garðarsson skrifar 17. ágúst 2020 12:00 Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra. Mesta höggið hefur lent á ferðaþjónustunni og mun gera það áfram. Hlutabótaleiðin og launagreiðslur á uppsagnarfresti dempuðu fyrsta áfallið. Sama má segja um greiðsluskjólið. Nú blasir eyðimörk við ferðaþjónustunni eftir síðustu ákvarðanir um COVID-19 ráðstafanir á landamærunum. Vonir fyrirtækjanna um að fá einhverjar tekjur á næstu mánuðum eru að engu orðnar. Við kynningu á hertum vörnum kom ekkert fram um það hvernig ríkisvaldið hyggst koma til móts við fyrirtækin sem lenda undir valtaranum. Ekki er nema sanngjarnt að þeir sem taka á sig stærsta höggið fyrir hina fái það bætt að einhverju leyti. COVID-19 ógnar okkur öllum og við berum því sameiginlega skyldu til að styðja þá sem verjast í framlínunni, hvort sem það er fólk eða fyrirtæki. Því miður er lítil bjartsýni til að ætla að handhafar ríkisvaldsins átti sig á þessu. Í minnisblaði Fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við ákvörðun um umfang sóttvarnaaðgerða á landamærunum var lítið gert úr mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir efnahagslífið. Ranglega var fullyrt, byggt á gallaðri nálgun Hagstofunnar, að hver erlendur ferðamaður skilaði aðeins 100-120 þúsund króna framlagi til hagkerfisins. Ísland hefur löngum talist eitt dýrasta ferðamannaland heims. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá að þessi tala er út í hött. Hún er í raun tvöfalt til þrefalt hærri. Hugmyndafræði stjórnvalda með þessum reiknikúnstum fer ekki á milli mála. Tilgangurinn er að gera lítið úr mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirri tekjufórn sem hún verður fyrir. Þannig megi betur réttlæta harkalegar varnaraðgerðir og komast hjá því að bæta tapið. Enda var ekki minnst einu orði á hvernig ríkið ætlar að bregðast við afleiðingum þess á fyrirtækin að ferðamenn nánast hverfa á einni viku. Lítil bjartsýni í garð stjórnvalda þýðir þó ekki endilega algjört svartnætti. Mikilvægt er að fyrirtækin sem mestu tapa í þessari sameiginlegu baráttu gegn óværunni eigi samtal við ríkisvaldið. Það sýndi sig í byrjun COVID-19 faraldursins að ríkisstjórnin áttaði sig fljótt á mikilvægi þess að grípa til fjölbreyttra ráðstafana. Staðan núna kallar á sömu snerpu og lausnamiðaða hugsun og þá. Opnun landamæra með skilyrðum í sumar hefur skilað góðum árangri fyrir hluta ferðaþjónustunnar. Það á helst við gistingu og afþreyingu á landsbyggðinni auk bílaleigufyrirtækjanna þar sem ferðamenn völdu frekar að ferðast á eigin vegum og skipuleggja sínar ferðir sjálfir. Ferðaskrifstofur, hópferðafyrirtækin og hótelin á höfuðborgarsvæðinu sátu eftir í sumar en sáu fram á aukningu viðskipta í haust og vetur, sem hefur undanfarin ár verið tími styttri borgarferða með skipulagðri dagskrá norðurljósa- og skoðunarferða. Vonir um þessi viðskipti eru að engu orðnar. Fleiri uppsagnir blasa við auk þess sem ekki verður úr fyrirhuguðum endurráðningum starfsmanna. Jafnvel þó fyrirtækin skeri sig inn að beini búa þau við fastan kostnað sem ekki verður umflúinn og heldur áfram að hlaðast upp þegar engar eru tekjurnar. Ekkert annað blasir við en gjaldþrot fjölda fyrirtækja sem sett eru í þá stöðu að fá engin viðskipti vegna ráðstafana sem stjórnvöld telja þjóna meiri hagsmunum en minni. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar