Foreldri borgar 150 þúsund krónum minna fyrir frístund í Fjarðabyggð en á Seltjarnarnesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:26 Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Vísir/Vilhelm Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54