Slökktu á kerfum sjónaukans Spitzer Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 23:17 Spitzer er á sambærilegri sporbraut um sólina og jörðin. Vísir/NASA Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech. Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, slökktu í kvöld á Spitzer sjónaukanum sem hefur tekið infrarauðar myndir af alheiminum í tæp sautján ár. Skipunin var send skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en það tók skipunina um fimmtán mínútur að ná til sjónaukans, sem er á braut um sólina á svipuðum ferli og jörðin. Happening now: The safe mode command has been sent to Spitzer. It takes about 15 minutes for the command to reach the telescope. #SpitzerFinalVoyage— NASA Spitzer (@NASAspitzer) January 30, 2020 Á þessum tæpu sautján árum hefur Spitzer tekið fjölda stórfenglegra mynda af fjarlægum sólkerfum sem hafa aukið skilning okkar á alheiminum og þeim lögmálum sem hann fylgir. Með því að nota gögn frá Spitzer tókst geimvísindamönnum til dæmis að uppgötva Trappist-1 sólkerfið sem inniheldur sjö reikistjörnur á stærð við jörðina. Sjá einnig: Fundu ummerki um vatn í sólkerfinu Trappist-1 Spitzer var skotið á loft þann 25. ágúst 2003. Sjónaukinn var einn af fjórum stórum sjónaukum sem NASA skaut á loft á þeim tíma og notaðir voru til að rannsaka víðáttur geimsins. Tveir þeirra, Hubble og Chandra X-Rey Observatory, eru enn í notkun. Sá fjórði, Compton Gamma Ray Observatory, var látinn brenna upp í gufuhvolfinu árið 2000 vegna bilunar. Spitzer mun þó ekki hljóta sömu örlög. Þó slökkt hafi verið á kerfum sjónaukans mun hann líklegast eiga sér langa sögu. Áætlað er að Spitzer verði á braut um sólina í um sextíu ár en þá mun sjónaukinn fara af braut og þjóta út í stjörnuþokuna. Fyrr í mánuðinum birti NASA myndband þar sem farið var yfir feril Spitzer. Það myndband má sjá hér að neðan. Hér að neðan má svo sjá nokkrar af flottustu myndunum sem teknar voru með Spitzer. Fleiri myndir og upplýsingar má finna hér á vef CalTech.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira