Vísar dómsdagsklukkunar aldrei nær miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 23:54 Frá afhjúpun dómsdagsklukkunar í janúar í fyrra. Þá vantaði hana tvær mínútur í miðnætti. Vísir/EPA Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira
Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Sjá meira