Vísar dómsdagsklukkunar aldrei nær miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 23:54 Frá afhjúpun dómsdagsklukkunar í janúar í fyrra. Þá vantaði hana tvær mínútur í miðnætti. Vísir/EPA Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað. Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Dómsdagsklukkuna, sem á að sýna hversu nærri mannkynið stendur því að gereyða sjálfu sér, vantar nú aðeins hundrað sekúndur til miðnættis að mati hóps kjarnorkuvísindamanna. Klukkan hefur aldrei verið nær miðnætti frá því að hún byrjaði að tifa. Vísindamennirnir vísa til afnáms samninga um afkjarnavopnun, aðgerðaleysi ríkisstjórna heims í loftslagsmálum og upplýsingafals á netinu til að rökstyðja ákvörðun sína um að færa dómsdagsklukkuna fram. Hana vantaði tvær mínútur í miðnætti í fyrra og árið þar á undan. Miðnætti á dómsdagsklukkunni er tákn fyrir kjarnorkustríð eða heimsendi. Félagasamtökin Fréttablað kjarnorkuvísindamanna fundu upp á dómsdagsklukkunni árið 1947 til að vara mannkynið við kjarnorkuhelför. Vísindamenn sem höfðu unnið við þróun kjarnorkusprengju Bandaríkjamanna í svonefndu Manhattan-verkefni voru á meðal stofnenda samtakanna. Á síðari árum hafa vísindamennirnir sem standa að verkefninu tekið fleiri þætti með í reikninginn eins og loftslagsbreytingar af völdum manna. Rachel Bronson, forseti samtakanna, sagði fréttamönnum í Washington-borg í Bandaríkjunum í dag að tíminn væri nú talinn í sekúndum frekar en mínútum vegna þess að brýnna aðgerða væri þörf og að hættan færi vaxandi. Sakaði hún valdamikla leiðtoga ógna heiminum með því að „níða og hafna skilvirkustu aðferðunum til að taka á flóknum hættum“, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sharon Squassoni, prófessor við Georgetown-háskóla, sagði að kjarnorkuvá í heiminum hefði aukist meðal annars vegna þess að kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran væri við það að fara endanlega út um þúfur og vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreumanna. Þá benti hún á að Bandaríkin, Kína og Rússland væru enn að fjölga kjarnavopnum. Þrettán nóbelsverðlaunahafar eru á meðal þeirra sem ákváðu að færa dómsdagsklukkuna fram að þessu sinni. Í fyrsta skipti í ár voru fyrrverandi þjóðarleiðtogar og embættismenn fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, þar á meðal Ban Ki-moon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að vinna og grípa til aðgerða saman. Ekkert eitt ríki eða manneskja getur gert það ein. Við þurfum á hjálp allra að handa og við getum öll unnið saman,“ sagði Ban. Upplýsingafals hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við kosningar í ýmsum ríkjum heims undanfarin ár. Samtökin vara sérstaklega við því í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust þar sem „lygar, ýkjur og rangfærslur“ gætu leitt til þess að vísindalegum sönnunum væri hafnað.
Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent