Eigandi Leeds hraunaði yfir dómarana á Twitter er Leeds fór á toppinn | Rooney opnaði reikninginn fyrir Derby 28. janúar 2020 21:38 Leikmenn Leeds fagna í kvöld. vísir/getty Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1 Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Leeds er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 3-2 endurkomusigur gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall, 3-2, en Leeds lenti 2-0 undir. Shaun Hutchinson kom Millwall yfir á fjórðu mínútu og Jed Wallace tvöfaldaði forystuna fyrir úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Í stöðunni 2-0 birti eigandi Leeds, Andrea Radizzani, athyglisverða Twitter-færslu. Þar hraunaði hann yfir dómara leiksins og sagði dómgæsluna óásættanlega. Hann segist hafa séð margt en hann hafi ekki kynnst öðru eins og í kvöld. Þetta sé ekki boðlegt fyrir atvinnumannadeild og að dómararnir þurfi hjálp tækninnar. Speechless...in two years I have seen a lot but the level shown tonight is not acceptable for a professional league. Time to improve, use technology support and prepare professionals fit to work at the top level of football— Andrea Radrizzani (@andrearadri) January 28, 2020 Allt annað var að sjá lið Leeds í síðari hálfleik. Patrick Bamford minnkaði muninn á 48. mínútu og fjórtán mínútum síðar jafnaði Pablo Hernandez. Það var svo Bamford sem skoraði annað mark sitt og þriðja mark Leeds á 67. mínútu er hann tryggði Leeds endurkomusigur. Lokatölur 3-2. Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Millwall sem er í 9. sætinu. Leeds er komið á topp deildarinnar með 55 stig því á sama tíma í kvöld tapaði WBA fyrir Cardiff á útivelli, 2-1. WBA er í 2. sætinu með 53 stig. Nottingham Forest er komið upp í 3. sætið og er nú einungis tveimur stigum á eftir WBA eftir 1-0 sigur á Brentford á útivelli í kvöld. Wayne Rooney opnaði markareikning sinn fyrir Derby er hann skoraði fyrsta mark leiksins er liðið tapaði 3-2 fyrir Luton. Wayne Rooney has scored his first goal in English football since for Everton against Swansea in December 2017 (had gone 21 apps for Derby & Everton without scoring) pic.twitter.com/96CRt6RzQP— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) January 28, 2020 Derby er í 16. sæti deildarinnar.Öll úrslit kvöldsins: Blackburn - QPR 2-1 Brentford - Nottingham Forest 0-1 Cardiff - WBA 2-1 Hull - Huddersfield 1-1 Leeds - Millwall 3-2 Luton - Derby 2-2 Wigan - Sheffield Wednesday 2-1 Reading - Bristol 0-1
Enski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira