Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2025 23:16 Noah Sadiki er einn nýrra leikmanna Sunderland. EPA/LUÍS BRANCA Sunderland mun leika í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á komandi leiktíð eftir að hafa fallið alla leið niður í ensku C-deildina. Það er ljóst að Svörtu kettirnir ætla að reyna halda sæti sínu með því að eyða sem mestum pening í nýja leikmenn. Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira