Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2025 23:16 Noah Sadiki er einn nýrra leikmanna Sunderland. EPA/LUÍS BRANCA Sunderland mun leika í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á komandi leiktíð eftir að hafa fallið alla leið niður í ensku C-deildina. Það er ljóst að Svörtu kettirnir ætla að reyna halda sæti sínu með því að eyða sem mestum pening í nýja leikmenn. Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira