Fótbolti

Stór­stjörnur Barcelona sektaðir fyrir brot á lyfjaprófsreglum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamine Yamal og Robert Lewandowski sluppu við leikbann fengu væna sekt.
Lamine Yamal og Robert Lewandowski sluppu við leikbann fengu væna sekt. Getty/Maria Gracia Jimenez

Barcelona leikmennirnir Lamine Yamal og Robert Lewandowski hafa báðir fengið sekt hjá Knattspyrnusambandi Evrópu.

Ástæðan er að leikmennirnir brutu lyfjaprófsreglur.

UEFA sektar þá um fimm þúsund evrur hvor eða meira en sjö hundruð þúsund íslenskar krónur. Spænska stórblaðið Marca segir frá.

Framherjarnir fengu aftur á móti ekki leikbann.

Þeir fá báðir þessa sekt fyrir að fylgja ekki fyrirmælum þess sem var að lyfjaprófa leikmenn Barcelona. Yamal og Lewandowski mættu ekki strax í lyfjapróf þrátt fyrir að fá fyrirmæli um það.

Lyfjaprófið fór fram eftir seinni undanúrslitaleikinn á móti Internazionale í Meistaradeildinni í vor. Barcelona datt úr leik sem voru gríðarleg vonbrigði ekki síst fyrir leikmenn eins og Lamine Yamal og Robert Lewandowski sem voru með mikla ábyrgð á sínum herðum.

Hansi Flick, þjálfari Barcelona og aðstoðarmaður hans Marcus Sorg fengu tuttugu þúsund evra sekt hvor og verða því í leikbanni í næsta Evrópuleik liðsins fyrir fyrrnefnd brot. Þeir eru álitnir bera ábyrgð á því að leikmennirnir mættu ekki á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×