Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 13:15 Bukayo Saka fagnar marki með þeim Gabriel Martinelli og Myles Lewis-Skelly. Arsenal gefur ungum uppöldum leikmönnum tækifæri til að verða að stjörnum. Getty/Stuart MacFarlane Arsenal er í efsta sætinu meðal liðanna í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að ala upp góða fótboltamenn og gefa þeim tækifæri í aðalliðinu. Transfermarket vefurinn tók saman heildarverðmæti uppöldu leikmanna liðanna tuttugu sem spila í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Arsenal slær öllum hinum liðunum við en uppöldu strákarnir í liðinu eru metnir á 269 milljónir punda sem er fjörutíu milljónum meira en leikmenn sem hafa komið upp í gegnum akademíu Manchester City. Það skilar City öðru sætinu á listanum. Chelsea (186 milljónir punda) er í þriðja sætinu og Liverpool (140,2 milljónir punda) í því fjórða. Næst koma síðan Manchester United og Sunderland. Transfermarket valdi líka ellefu manna úrvalslið uppalda leikmanna og þar má finna þrjá leikmenn Arsenal eða þá Bukayo Saka, Ethan Nwaneri og Myles Lewis-Skelly. Saka er fyrir löngu kominn í hóp bestu leikmanna deildarinnar og bakvörðurinn Lewis-Skelly sló í gegn á síðustu leiktíð. Hinn ungi Max Dowman er aðeins fimmtán ára og líklegur til að hækka þessa tölu yfir verðgildi uppaldra Arsenal leikmanna enn frekar . City er líka með þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða þá Phil Foden, James Trafford markvörð og Rico Lewis. Chelsea (Trevoh Chalobah og Levi Colwill) og Manchester United (Kobbie Mainoo og Chido Obi) eru bæði með tvo leikmenn í liðinu og sá síðasti er Curtis Jones hjá Liverpool. Chido Obi og Ayden Heaven eru báðir ungir leikmenn United í gegn en komu þó upp í gegnum akademíu Arsenal sem aðeins ýtir undir veru hennar á toppi þessa lista þótt að þeir teljist þar með United en ekki með Arsenal. Hér fyrir neðan má sjá topplistann og svo úrvalsliðið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Transfermarket vefurinn tók saman heildarverðmæti uppöldu leikmanna liðanna tuttugu sem spila í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Arsenal slær öllum hinum liðunum við en uppöldu strákarnir í liðinu eru metnir á 269 milljónir punda sem er fjörutíu milljónum meira en leikmenn sem hafa komið upp í gegnum akademíu Manchester City. Það skilar City öðru sætinu á listanum. Chelsea (186 milljónir punda) er í þriðja sætinu og Liverpool (140,2 milljónir punda) í því fjórða. Næst koma síðan Manchester United og Sunderland. Transfermarket valdi líka ellefu manna úrvalslið uppalda leikmanna og þar má finna þrjá leikmenn Arsenal eða þá Bukayo Saka, Ethan Nwaneri og Myles Lewis-Skelly. Saka er fyrir löngu kominn í hóp bestu leikmanna deildarinnar og bakvörðurinn Lewis-Skelly sló í gegn á síðustu leiktíð. Hinn ungi Max Dowman er aðeins fimmtán ára og líklegur til að hækka þessa tölu yfir verðgildi uppaldra Arsenal leikmanna enn frekar . City er líka með þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða þá Phil Foden, James Trafford markvörð og Rico Lewis. Chelsea (Trevoh Chalobah og Levi Colwill) og Manchester United (Kobbie Mainoo og Chido Obi) eru bæði með tvo leikmenn í liðinu og sá síðasti er Curtis Jones hjá Liverpool. Chido Obi og Ayden Heaven eru báðir ungir leikmenn United í gegn en komu þó upp í gegnum akademíu Arsenal sem aðeins ýtir undir veru hennar á toppi þessa lista þótt að þeir teljist þar með United en ekki með Arsenal. Hér fyrir neðan má sjá topplistann og svo úrvalsliðið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk)
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira