Íslenski boltinn

Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mót­herja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sóley María Steinarsdóttir fær hér rautt spjald frá norska dómaranum Marit Skurdal.
Sóley María Steinarsdóttir fær hér rautt spjald frá norska dómaranum Marit Skurdal. Vísir/Diego

Þróttur minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Nú má sjá mörkin og rauða spjaldið hér inn á Vísi.

Þróttur er með 28 stig eða sex stigum minna en Blikar. Þróttarar eiga líka leik inni á Kópavogsliðið. Víkingskonur eru áfram í fallsæti.

Þróttarar enduðu leikinn tíu á móti ellefu eftir að varnarmaðurinn Sóley María Steinarsdóttir fékk beint rautt spjald á 73. mínútu.

Norski dómarinn Marit Skurdal dæmdi leikinn og gaf Sóleyju rauða spjaldið fyrir að toga í hárið á Víkingskonunni Lindu Líf Boama. Linda var að keyra framhjá henni þegar Sóley greip til þessa örþrifaráðs.

Katherine Amanda Cousins og Kayla Marie Rollins komu Þrótti í 2-0 í fyrri hálfleiknum en Ashley Jordan Clark minnkaði muninn í þeim seinni í sínum fyrsta leik með Víkingsliðinu.

Víkingsliðið náði ekki að jafna metin manni fleiri í næstum því tuttugu mínútur.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin og rauða spjaldið.

Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Þróttar og Vikings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×