Enski boltinn

Enska augna­blikið: 13 ára Hjör­var tók and­köf

Valur Páll Eiríksson skrifar
13 ára Hjörvar Hafliðason tók andköf á meðan hann hlustaði á útvarpslýsingu á dramatísku sigurmarki sem tryggði Manchester United titilinn vorið 1993.
13 ára Hjörvar Hafliðason tók andköf á meðan hann hlustaði á útvarpslýsingu á dramatísku sigurmarki sem tryggði Manchester United titilinn vorið 1993. Vísir/Getty

Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993.

„Þegar Steve Bruce tryggir fyrsta Premier League titilinn 10. apríl 1993. Aldrei datt manni í hug að Manchester United myndu verða nánast einráðir í þessari nýju deildarkeppni,“ segir Hjörvar sem rifjar upp leik Manchester United við Sheffield Wednesday.

Bruce skoraði bæði mörk United í 2-1 sigri sem tryggðu United titilinn, það síðara í uppbótartíma. Mikið var fagnað.

Klippa: Enska augnablikið: Steve Bruce tryggði titilinn

„Fagnaðarlæti Brian Kidd og Sigurður Alex voru enn eftirminnilegri en markið líklega,“ segir Hjörvar sem sá þó ekki leikinn, enda var hann ekki sýndur í beinni útsendingu hérlendis. Bæði ítalski boltinn og NBA voru vinsælli en enska deildin á þeim tíma.

„Leikurinn var ekki í beinni. Ég hef upplifað þetta í gegnum útvarp,“ segir Hjörvar sem var 13 ára gamall þegar markið var skorað og hefur séð þá Kidd og Ferguson ljóslifandi fyrir framan sig og fagnað álíka mikið á stofugólfinu í Kópavogi.

Markið og fagnaðarlæti þjálfaranna má sjá í spilaranum.

Hjörvar mun stýra Doc Zone alla laugardaga á Sýn Sport í vetur þar sem fylgst er með öllum leikjum á sama tíma. Hjörvar fær til sín góða gesti og þeir bregðast við öllu fjörinu í rauntíma.

Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×