Fótbolti

Pique gráti næst eftir tapið fyrir Bayern: „Botninum er náð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gerard Pique var í öngum sínum eftir tapið fyrir Bayern München.
Gerard Pique var í öngum sínum eftir tapið fyrir Bayern München. getty/Michael Regan

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, var gráti næst eftir 2-8 tapið fyrir Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

„Það þurfa að eiga sér stað breytingar hjá þessu félagi, ekki bara tengt knattspyrnustjóranum eða einstaka leikmönnum. Ég vil ekki taka einhvern út fyrir sviga. Breytinga er þörf,“ sagði Pique eftir leikinn í Lissabon í kvöld.

„Botninum er náð,“ bætti Pique við eftir tapið háðulega.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1946 sem Barcelona fær á sig átta mörk í leik og í fyrsta sinn síðan 1951 sem liðið tapar leik með sex marka mun.

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×