Því miður, þjóðgarður lofar ekki góðu Þórir Garðarsson skrifar 13. janúar 2020 12:00 Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Þórir Garðarsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar