Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:04 Forstjóri Landspítalans kemur á fund velferðarnefndar í dag. stöð 2 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira