Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:04 Forstjóri Landspítalans kemur á fund velferðarnefndar í dag. stöð 2 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira