Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:04 Forstjóri Landspítalans kemur á fund velferðarnefndar í dag. stöð 2 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. Honum líki ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Forstjóri Landspítalans og fleiri gestir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis í dag þar sem staða heilbrigðiskerfisins verður til umfjöllunar. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og henni lýst sem óviðunandi og alvarlegri. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs spítalans, auk fleiri stjórnenda og fulltrúa lækna koma á fund velferðarnefndar í dag þar sem málið verður til umfjöllunar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í velferðarnefnd.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu„Við erum að sinna allt of mikið af verkefnum inni á Landspítalanum sem að eiga þar ekki heima heldur við getum sinnt á öðrum stöðum. Við þurfum ekki hátæknisjúkrahús til þess að sinna öllu því sem að er þarna sinnt. Þannig að ég mun telja það að það geti lagað stöðuna á Landspítalanum töluvert ef við myndum draga úr bæði aðgerðum og fæðingum á öðru sem fer fram á Landspítalanum en gæti farið fram annars staðar,“ segir Vilhjálmur. Það telji hann að geti losað um bæði pláss og starfsfólk. Efling heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni geti einnig verið hluti af lausninni að mati Vilhjálms. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Stofnanir á landsbyggðinni geta sinnt miklu meira hlutverki en þær eru að gera í dag og það er líka liður í því bara að fara eftir stjórnarskránni, að fólk fái sína bestu heilbrigðisþjónustu og að hún sé óháð búsetu. Þess vegna eigum við að færa miklu meiri þjónustu, eins og fæðingar-, krabbameinsþjónustu og annað slíkt út á landsbyggðina. Og þessar stofnanir eru alveg til þess fallnar að líka taka margar af þessum minni aðgerðum og öðru slíku til sín til þess að þá líka bara fjölga störfum heilbrigðisstarfsfólks heima í héraði og annað slíkt. Þannig að við eigum þarna fullt af tækifærum sem að munu létta undir með Landspítalanum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vakti athygli á því á Facebook í gær að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi framlög til reksturs Landspítalans verið aukin um 12% á föstu verðlagi. Aukningin nemi 4,8% á þessu ári og því sé allt tal um niðurskurð á spítalanum í besta falli misskilningur.Sjá einnig: Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ „Samt sitjum við ennþá í þessari stöðu þannig að við þurfum að fara að skoða miklu betur skipulagið og hvernig við erum að nýta þessa fjármuni og það kemur manni svolítið á óvart að staðan skuli aldrei lagast þrátt fyrir að það hafi verið forgangsraðað fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir Vilhjálmur. Hann sé þó ekki í einu og öllu sammála stefnu heilbrigðisráðherra í málaflokknum. „Það er algjörlega vitað að ég vil treysta miklu frekar á það að dreifa kröftunum heldur en að setja þetta allt á einn stað og mér líkar ekki sú stefna að búa til eitt stórt bákn. Það verður bara erfiðara fyrir starfsfólkið að vinna þar og það er erfiðara að fá starfsfólk inn þegar þetta er orðið of stórt og mikið og þá er líka erfiðara að hafa yfirsýnina. Þannig að hver svo sem talar fyrir því, ég get ekki tekið undir það,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira