Innlent

Ó­ljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Rútan er merkt Snælandi Grímssyni. 
Rútan er merkt Snælandi Grímssyni.  Landsbjörg

Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal barst útkall á timmta tímanum vegna rútu sem hafði lent utan vegar á Skarðsströnd skammt frá bænum Klifmýri.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörgu. Engin slys urðu á fólki en 45 farþegar voru um borð. Björgunarsveitin fór á vettvang á eigin tækjum auk þess að útvega stærri fólksflutningabíl til að ferja farþega rútunnar frá vettvangi. 

Ekki er ljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegarins. 

Í tilkynningunni segir að ferðamennirnir hafi verið ferjaðir í félagsheimilið Tjarnarlund í Saurbæ þaðan sem önnur rúta frá rútufyrirtækinu skutlaði hópnum á áfangastað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×