Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að átta sig á ábyrgð sinni Börkur Hrólfsson skrifar 8. janúar 2020 15:30 Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það vekur mann til umhugsunar hvað ferðaskrifstofur eru tregar til að hætta við ferðir, ef veður og aðrar aðstæður eru slæmar. Fyrir nokkrum árum fór ein ferðaskrifstofa af stað áleiðis ínní Landmannalaugar, jafnvel þótt aðrir hefðu hætt við ferð vegna veðurs og slæmrar færðar. Enduðu útí Jökulkvísl, á tveggja metra dýpi. Fimm manns komust á topp bílsins, og héngu þar í nokkra klukkutíma, köld og blaut í kolvitlausu veðri. Þyrlusveit LHG setti síg í stórkostlega lífshættu til að komast til þeirra og bjarga þeim af toppinum. Annars hefði þetta fólk farist. Þetta sama fyrirtæki fór í Landmannalaugaferð í afar slæmu færi, að vetri til. Og varð eldsneytislaust, og kallaði til Flugbjörgunarsveitina á Hellu með snjóbíl, til að koma eldsneyti til þeirra. Leiðsögumaður fór með fólk í göngu á Eyjafjallajökul, án þess að athuga hvort þau væru búin til þess. Þyrlan kom þeim til bjargar. Ferðaþjónustu fyrirtæki fór fyrir gönguhópi í gönguferð um Vatnajökul, og þurfti að kalla til hjálparsveit til bjargar. Þá eru fjölmörg tilfelli um að rútufyrirtæki hafa farið útí kolvitlausa spá, og jafnvel eftir að veður var skollið á. Man einhver eftir aðfangadag jóla, fyrir nokkrum árum, þegar 3 smárútur lentu í hrakningum í Öræfum. Farið var af stað jafnvel þótt það væri búið að hamra á viðvörunum í marga daga. Þar þurftu björgunarsveita menn á brynvörðum dreka að koma ferðafólki til bjargar. Bara á síðasta ári urðu fjölmörg óhöpp þegar rútur af ýmsum stærðum fuku útaf veginum, þótt aðvaranir hefðu löngu verið gefnar út. T.d. stór 70 manna rúta hálftóm fauk útaf undir Eyjafjöllum á þekktu hamfara svæði, þegar allir aðrir annað hvort hættu við ferð, eða biðu veðrið af sér. Eins fauk önnur 70 manna rúta útaf undir Hafnarfjalli, þegar aðrir biðu af sér veðrið í Borgarnesi. Þá eru ónefnd mörg óhöpp, þegar óreyndir leiðsögumenn og bílstjórar á súperjeppum eru sendir í ferðir, og reynsluleysi þeirra kemur fólki í vandræði og veldur jafnvel slysum. Ég man í augnablikinu eftir tveimur óhöppum, þegar jepparnir kollsteyptust fram af brúnum, og mildi að ekki varð fólki að fjörtjóni. Ég held að ferðaþjónustu fyrirtæki þurfi að fara að átta sig á ábyrgð sinni. Nýlegur dómur vegna slyss í Reynisfjöru, sýnir að fyrirtæki og fararstjórar verða í auknum mæli dregin til ábyrgðar.Höfundur er leiðsögumaður.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun