Skoðun

Akur­eyringur, kauptu metan­bíl!

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni.

Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt.

Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl?




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×