Akureyringur, kauptu metanbíl! Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. ágúst 2020 11:30 Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Akureyri Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég á heima á Akureyri. Ég keypti nýjan bíl um daginn. Ég valdi bensínbíl. En auk þess að ganga fyrir venjulegu bensíni getur hann líka notað „sérstakt“ bensín sem kostar ekki nema 150kr og er umhverfisvænt. Skrýtið samt að á bensínstöðinni fyrir sérstaka bensínið þá er engin röð, þó er þetta ódýrara en í Costkó. Auk ódýrara bensínsins þá eru bifreiðagjöldin af þessum bíl ekki nema 7þús kr. Ofan á allt þetta þá styrkir vinnuveitandi minn mig að koma í vinnuna á þessum bíl en ekki bílum sem eingöngu nota venjulegt bensín. Ég er því að græða á mörgum sviðum. Samt er mesti munurinn fyrir mig að vera með hreina samvisku þegar ég ek um á þessum glæsilega bíl. Enginn sóðatilfinning. Það finnst mér yndislegt. Þetta eru líklega mín bestu kaup á ævinni. Það sem ég kallaði hér sérstakt bensín er reyndar metangas. Það verður til í gömlu ruslahaugunum hér á Akureyri og ekki nema brot af því er nýtt þótt nýtingin sé að aukast. Það gas sem ekki er notað á bílinn minn og aðra fer út í andrúmsloftið og veldur þar 25-sinnum meiri gróðurhúsaáhrifum en sama magn af koltvísýringi. Þegar einn metanbíll kemur á götuna hefur það því sömu loftlagsáhrif og 25 bensínbílar hverfi af götunni. Já, þetta er ótrúlegt en þetta gildir á meðan hauggasið er vannýtt. Því segi ég við þig Akureyringur, kauptu metanbíl! Reykvíkingur, kauptu líka metanbíl! Ef þú vilt frekar kaupa rafmagnsbíl þá er það frábært, en ef þú ert ekki alveg tilbúinn að taka það skerf, vilt vera fljótur að taka eldsneytið og vera alveg frjáls, geta ekið um landið þvert og endilangt án þess að bíða á hleðslustöðvum, þá er metanbíllinn góður kostur. Sérstaklega ef þú ert að horfa til smábíls, hvers vegna ættir þú að kaupa venjulegan bensínbíl frekar en metanbíl?
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar