Grænn gróði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 4. ágúst 2020 09:01 Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Ísland hefur einstakt tækifæri til að vera í fremstu röð í grænmetisframleiðslu. Ef til vill kemur það fólki á óvart sem skoðar landakort. En það er einmitt staða Íslands á landakortinu sem gerir þennan möguleika mögulegan. Heimili okkar er nefnilega full af vatni, köldu og heitu. Og orkan er næg, þótt hún sé alltof dýr fyrir grænmetisbændur. Eftirspurn eftir heilnæmu grænmeti, ávöxtum og korni hefur aukist mikið um allan heim og mun aukast verulega á næstu árum. Hér er því á ferðinni dauðafæri fyrir Ísland. Þetta tækifæri er einstakt, nýtir kosti Íslands á sjálfbæran hátt, er atvinnuskapandi, mætir breyttri neysluhegðun og er umhverfisvænt á tímum loftslagsbreytinga. Til að hægt sé að nýta sér þetta tækifæri þurfa stjórnvöld að koma að uppbyggingunni með auknum opinberum stuðningi. Lækka ætti verð á rafmagni, flutningskostnaði og á öðrum kostnaði. Slíkur stuðningur þarf að vera gagnsær og almennur en umfram allt myndarlegur. Í hagfræðinni höfum við mikla trú á hinum svokölluðum hagrænum hvötum en þá vantar hér í mun meiri mæli þegar kemur að hinu græna. Gerum þetta að atvinnustefnu Nákvæmlega núna er verið að búa til í reykfylltum bakherbergjum ráðherra núverandi ríkisstjórnar nýja fimm ára fjármálaáætlun fyrir hið opinbera. Um er að ræða yfir 5.000 milljarða kr. áætlun. Takið eftir, að ég er að tala um milljarða hér en ekki milljónir. Eitthvað fara þessir peningar í. Þess vegna er þetta rétti tíminn til að koma með framsæknar hugmyndir sem taka mið af framtíðinni en ekki fortíðinni. Umfangsmikil grænmetisframleiðsla hér á landi ætti að vera hluti af atvinnustefnu hins opinbera. Þetta ætti einnig að vera hluti af vel hugsuðu fjárfestingarátaki stjórnvalda en ekki sem smátt hliðarverkefni sem fær að fljóta með, ef ráðherrar muna eftir því. Það sem hefur verið gert hingað til er því miður svo lítið að það skiptir of litlu máli. Fjórföldum grænmetisframleiðslu Nýverið var kynnt áætlun stjórnvalda að auka framleiðslu af grænmeti um 25% á næstu þremur árum og voru settar litlar 200 milljónir kr. til viðbótar við þær 600 m kr. sem fara í framleiðslu garðyrkjuafurða. Þetta er einfaldlega allt of lítið og metnaðarlaust. Við eigum frekar að setja okkur það markmið að fjórfalda grænmetisframleiðslu hér á landi á næstu árum í stað þess að auka hana aðeins um fjórðung eins og vilji núverandi stjórnvalda er. Til samanburðar eru 200 milljónir kr. viðbót núverandi stjórnvalda svipuð upphæð og ríkið setur í styrki til fiskvinnslustöðva á ári og er einnig aðeins einn tíundi af því sem stjórnvöld kjósa að eyða í varnarmál á hverju ári. Um 12.000 milljónir renna hins vegar frá almenningi í nautgripa- og sauðfjárrækt á hverju ári og er því stuðningurinn fyrir garðyrkjuafurðir einungis 5% af þeirri upphæð. Hvað er grænt við það? Hið græna í stað hið ferfætta Búvörusamningar framtíðarinnar eiga að snúast um hið græna en ekki hið ferfætta. Við þurfum að hjálpa bændum að breyta framleiðslu sinni í þessa átt. Við eigum að styðja fleiri nýja bændur sem starfa í grænum framleiðsluheimi. Það má vel hugsa sér að Ísland verði útflytjandi af garðyrkjuafurðum en ekki innflytjandi. Vegna sjávarins umhverfis landið er Ísland matvælaland á heimsmælikvarða á sviði sjávarútvegs. Víkkum þessa hugmynd út og látum hana ná yfir grænmetið sem þarf orku, jarðvarma, ylrækt og vatn en af því eigum við nóg. Það getur kostað peninga að búa til peninga. Það kostar að hugsa stórt en það borgar sig, ef það er skynsamlegt. Fjórföldun grænmetisframleiðslu er skynsamleg hugmynd. Eina sem hindrar okkur er metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar. Við þurfum að vaxa upp úr þessari kreppu sem við erum í. Sá vöxtur á að vera grænn og vænn. Og ekki er verra, ef við getum borðað hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun