Deilan um legsteinasafnið snýst um hagsmuni fjárfesta en ekki listsköpun Páls Eva Hauksdóttir skrifar 28. júlí 2020 10:23 Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Borgarbyggð Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun