Báru kennsl á líkamsleifar sem TikTok-notendur fundu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 18:50 Líkamsleifarnar fundust af nokkrum unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Getty/Rafael Henrique/Donald Miralle Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira