Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 22:39 Bosko Obradovic, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Serbíu, veifar serbneska fánanum fyrir framan þingmenn meirihlutans. Mótmælendur og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar brutust inn í þinghúsið fyrr í kvöld. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans. Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Sjá meira
Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans.
Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Sjá meira
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40