Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 18:16 Gunnar Bergmann Jónsson segir einu breytingarnar á bátnum þær að millidekkið verður sýningarsalur með innyfli hvalanna svo sem hjarta og öðru í formalíni. Vísir/Vilhelm Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til að veita veiðileyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra. Það og margt annað kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar sem byggir á leynilegum upptökum af samtali Gunnars Bergmanns Jónssonar við mann sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, sagði á Bylgjunni í morgun að tálbeita sem þóttist vera á vegum stórs svissnesks fjárfestingarbanka hafa njósnað um son hans, Gunnar Bergmann, fasteignasala á Eignamiðlun. Auk þess birti Jón Facebook-færslu þar sem hann sagði blaðamennina Aðalstein Kjartansson og Helga Seljan hafa beitt tálbeitunni til þess að falast eftir upplýsingum um hvalveiðar frá syni Jóns. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. Ingibjörg Dögg Kristjánsdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, hefur vísað ásökunum Jóns á bug. Heimildin ætti enga aðkomu að gerð leyniupptakanna en hefði um helgina haft samband við þá sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn væri að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði tilraunir Jóns Gunnarssonar til þess að grafa undan trúverðugleika blaðamanna Heimildarinnar vera skólabókadæmi um þöggunartilburði. Um leið væri þetta atlaga að tjáningarfrelsi blaðamannanna. Sæti á lista í skiptum fyrir veiðileyfi Heimildin birti síðdegis ítarlega umfjöllun sem byggir á upptökunum sem hafi borist fjölmiðlinum fimmtudaginn í síðustu viku. Þar er fullyrt að ekki sé vitað hver standi að baki rannsókninni en um sé að ræða ónefnd alþjóðleg samtök. Markmið þeirra virðist vera að kanna pólitísk tengsl Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Um fimmleytið í dag greindi Vísir frá því að fleirum en Heimildinni hafi verið boðin upptakan í síðustu viku og að boðin hafi verið send í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Í umfjöllun Heimildarinnar segir að Gunnar fullyrði að Jón Gunnarsson hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista flokksins í Kraganum gegn því að Jón kæmist í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti 24. október að Jón yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Sama dag þáði Jón fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, eftir að hafa tapað fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttunni um annað sætið nokkrum dögum áður. Sjá einnig: Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Gunnar lýsi á upptökunum, sem voru gerðar án hans vitundar, samkomulagi Bjarna og Jóns og hvernig standi til að veita leyfið. „Jón geti auðvitað ekki skrifað upp á það, verandi ekki ráðherra. Bjarni geti það raunar ekki heldur, vegna tengsla fjölskyldu hans við fyrirtækið Hval hf. Það verði þó séð til þess að annar ráðherra flokksins undirriti leyfið,“ segir í umfjöllun Heimildarinnar. Þá lýsi Gunnar því á upptökunni hvernig Bjarni hafi gengið á eftir Jóni um að taka sæti á listanum. Gunnar segi að Jón hafi á endanum sagt: „allt í lagi, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið. En þú verður þá að gera eitthvað fyrir mig“. Mætti ekki tala um að Jón væri að gera þetta fyrir vin sinn Umfjöllun Heimildarinnar rekur einnig hvernig samskipti Gunnars og fulltrúa falska svissneska fasteignasjóðsins fóru fram. Falski fjárfestirinn og Gunnar Bergmann hafi átt tvo fundi í síðasta mánuði, fund gegnum myndsímtal 1. október og fund á veitingastað 31. október. Á seinni fundi mannanna hafi samtal þeirra beinst að sviptingum í íslenskum stjórnmálum í kjölfar stjórnarslitanna. Gunnar hafi þá farið ítarlega yfir þróun mála frá því Jón missti sæti sitt í Suðvesturkjördæmi og var skipaður í matvælaráðuneytið. Gunnar Bergmann hefur sjálfað stundað hrefnuveiðar.Vísir/Vilhelm „Þú ert sem sagt að segja, ef ég skil þetta rétt, að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að það gerir honum í raun kleift að gefa út leyfin fyrir kosningar?“ hafi falski fjárfestirinn spurt Gunnar beint út. Gunnar hafi svarað því játandi og síðan sagt að það væri aldrei hægt að tala um að Jón væri að gera þetta fyrir vin sinn. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að Gunnar hafi sagt tvær aðrar umsóknir liggja fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Það standi til að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og telur Gunnar að það muni takast fyrir kosningar. Jón hafi borgað flugið en Kristján restina af ferðinni Heimildin rekur einnig samband Jóns Gunnarsson og Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf., í gegnum tíðina og rifjar upp tvær myndir af þeim félögum. Annars vegar þegar Jón birti mynd af sér árið 2018 á aðalfundi Íslenska hrognkelsafélagsins sem hann er í ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni þáverandi ráðherra, og Kristjáni Loftssyni. Hins vegar er rifjað upp þegar Jón fór á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september en hann var þá ekki í sendinefnd íslenskra stjórnvalda, né fulltrúi hagsmunaaðila á fundinum, heldur óbreyttur þingmaður. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. Í færslu sem Jón birti á Facebook er mynd af honum með Kristjáni Loftssyni og íslensku sendinefndinni. Þar sagðist Jón hafa laumað sér á myndina en væri ekki í sendinefndinni. Hann hafi óskað eftir því að fá að fara á fundinn en Bjarkey Olsen matvælaráðherra ekki samþykkt það. „Ég greiði sjálfur allan kostnað við ferðina,“ áréttaði Jón í færslunni. Færsla Jóns um fund Alþjóðahvalveiðiráðsins. Gunnar Bergmann segir aðra sögu af ferðalagi föður síns á fundinn. Það hafi verið Kristján sem hafi átt frumkvæðið að ferð Jóns og hafi borgað fyrir stóran hluta ferðarinnar. „Þegar hann [Kristján] var að fara á fund Alþjóða hvalveiðiráðsins og spurði pabba minn: „Jón, ertu upptekinn þessa daga?“ „Af hverju ertu að spyrja? Viltu að ég komi með þér?“ „Ef þú getur, ef þú getur komið.“ Þannig að hann fór með og auðvitað borgaði pabbi minn flugið til New York en hins vegar ekki restina af ferðinni,“ er haft eftir Gunnari í umfjöllun Heimildarinnar. Þórdís muni rita undir leyfið í stað Bjarna Annað sem kemur fram í samtali Gunnars við falska fjárfestinn er að Bjarni Benediktsson tengist í gegnum föðurbræður sína, Einar og Ingimund Sveinssyni, inn í hluthafahóp Hvals. Að sögn Gunnars muni Bjarni því eiga erfitt með undirrita hvalveiðileyfið sjálfur. „Hver mun þá undirrita það?“ spyrji falski fjárfestirinn þá. „Utanríkisráðherra,“ svarar Gunnar og á þar við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Hann tekur þó fram að hún sé ekki sammála Jóni en þeir verði samt að treysta á hana. Þá útskýri Gunnar fyrir fjárfestinum að það sé enn nægur tími til stefnu, bæði fyrir og eftir kosningar. Gunnar segist telja að Jóni takist að veita leyfið þar sem honum sé sama um allt annað en veitingu leyfisins. Ekki fótur fyrir neinu sem sé gefið í skyn Heimildin segir að haft hafi verið samband við Gunnar Bergmann og Jón Gunnarsson síðastliðinn föstudag. Gunnar hafi sagst vera að gera sig breiðan fyrir manni sem hann taldi vera erlendan fjárfesti. Hann hafi ekki svarað því hvort hann hafi sagt ósatt en að það gæti verið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Jón bað um að fá sendar skriflegar spurningar á laugardag eftir tilraunir Heimildarinnar til að ná tali af honum. Heimildin hafi sent á hann sjö spurningar þar sem hann er meðal annars spurður út í meint samkomulag hans við Bjarna, meint fyrirheit hans um að beita sér fyrir útgáfu nýs hvalveiðileyfis og greiðslur Kristjáns Loftssonar. „Þær dylgjur sem felast í spurningum þínum eru ekki svaraverðar enda ekki fótur fyrir neinu því sem gefið er í skyn,“ sagði Jón í skriflegu svari. Hann sagði að sér þætti leitt að Heimildin leggðist svo lágt að draga saklausan son sinn inn í málið til að koma pólitísku höggi á sig. „Ég gerði ekkert slíkt samkomulag“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í skriflegu svari til Heimildarinnar að hann hafi ekki gert samning við Jón líkt og þann sem er lýst á upptökunni. „Nei, ég gerði ekkert slíkt samkomulag. Þeir sem halda slíku fram þurfa að bera ábyrgð á þeim orðum sjálfir og rökstyðja þau,“ segir í skriflegu svari Bjarna. „Jón Gunnarsson starfar í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður og sinnir þar fjölbreyttum verkefnum. Eins og skýrt kemur fram í lögum hafa aðstoðarmenn hins vegar engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir á borð við að gefa út leyfi til hvalveiða,“ segir einnig þar. Hann hafi ekki gefið loforð um að beita sér fyrir áframhaldandi hvalveiðum og lofi aldrei neinu um framgang stjórnsýsluerinda. „Umsókn um leyfi til hvalveiða er í eðlilegu stjórnsýsluferli, ég mun ekki beita mér fyrir öðru en að hún fái eðlilega afgreiðslu lögum samkvæmt,“ sagði í svari Bjarna. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Það og margt annað kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar sem byggir á leynilegum upptökum af samtali Gunnars Bergmanns Jónssonar við mann sem þóttist vera svissneskur fjárfestir. Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, sagði á Bylgjunni í morgun að tálbeita sem þóttist vera á vegum stórs svissnesks fjárfestingarbanka hafa njósnað um son hans, Gunnar Bergmann, fasteignasala á Eignamiðlun. Auk þess birti Jón Facebook-færslu þar sem hann sagði blaðamennina Aðalstein Kjartansson og Helga Seljan hafa beitt tálbeitunni til þess að falast eftir upplýsingum um hvalveiðar frá syni Jóns. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þessa. Blaðamennirnir hefðu brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hans með því að koma því til leiðar að gerðar væru leynilegar upptökur af samtali hans við tálbeituna. Ingibjörg Dögg Kristjánsdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, hefur vísað ásökunum Jóns á bug. Heimildin ætti enga aðkomu að gerð leyniupptakanna en hefði um helgina haft samband við þá sem efni samtalanna varpa grunsemdum á. Tilgangurinn væri að varpa ljósi á atburðarásina og að gefa málsaðilum færi á að skýra mál sitt. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði tilraunir Jóns Gunnarssonar til þess að grafa undan trúverðugleika blaðamanna Heimildarinnar vera skólabókadæmi um þöggunartilburði. Um leið væri þetta atlaga að tjáningarfrelsi blaðamannanna. Sæti á lista í skiptum fyrir veiðileyfi Heimildin birti síðdegis ítarlega umfjöllun sem byggir á upptökunum sem hafi borist fjölmiðlinum fimmtudaginn í síðustu viku. Þar er fullyrt að ekki sé vitað hver standi að baki rannsókninni en um sé að ræða ónefnd alþjóðleg samtök. Markmið þeirra virðist vera að kanna pólitísk tengsl Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Um fimmleytið í dag greindi Vísir frá því að fleirum en Heimildinni hafi verið boðin upptakan í síðustu viku og að boðin hafi verið send í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Í umfjöllun Heimildarinnar segir að Gunnar fullyrði að Jón Gunnarsson hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar um að þiggja sæti á lista flokksins í Kraganum gegn því að Jón kæmist í aðstöðu til veita veiðileyfi til Hvals hf. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti 24. október að Jón yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Sama dag þáði Jón fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, eftir að hafa tapað fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins, í baráttunni um annað sætið nokkrum dögum áður. Sjá einnig: Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Gunnar lýsi á upptökunum, sem voru gerðar án hans vitundar, samkomulagi Bjarna og Jóns og hvernig standi til að veita leyfið. „Jón geti auðvitað ekki skrifað upp á það, verandi ekki ráðherra. Bjarni geti það raunar ekki heldur, vegna tengsla fjölskyldu hans við fyrirtækið Hval hf. Það verði þó séð til þess að annar ráðherra flokksins undirriti leyfið,“ segir í umfjöllun Heimildarinnar. Þá lýsi Gunnar því á upptökunni hvernig Bjarni hafi gengið á eftir Jóni um að taka sæti á listanum. Gunnar segi að Jón hafi á endanum sagt: „allt í lagi, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið. En þú verður þá að gera eitthvað fyrir mig“. Mætti ekki tala um að Jón væri að gera þetta fyrir vin sinn Umfjöllun Heimildarinnar rekur einnig hvernig samskipti Gunnars og fulltrúa falska svissneska fasteignasjóðsins fóru fram. Falski fjárfestirinn og Gunnar Bergmann hafi átt tvo fundi í síðasta mánuði, fund gegnum myndsímtal 1. október og fund á veitingastað 31. október. Á seinni fundi mannanna hafi samtal þeirra beinst að sviptingum í íslenskum stjórnmálum í kjölfar stjórnarslitanna. Gunnar hafi þá farið ítarlega yfir þróun mála frá því Jón missti sæti sitt í Suðvesturkjördæmi og var skipaður í matvælaráðuneytið. Gunnar Bergmann hefur sjálfað stundað hrefnuveiðar.Vísir/Vilhelm „Þú ert sem sagt að segja, ef ég skil þetta rétt, að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að það gerir honum í raun kleift að gefa út leyfin fyrir kosningar?“ hafi falski fjárfestirinn spurt Gunnar beint út. Gunnar hafi svarað því játandi og síðan sagt að það væri aldrei hægt að tala um að Jón væri að gera þetta fyrir vin sinn. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að Gunnar hafi sagt tvær aðrar umsóknir liggja fyrir í ráðuneytinu frá aðilum sem hyggjast veiða hrefnur. Það standi til að tryggja útgáfu leyfa til allra þriggja umsækjenda og telur Gunnar að það muni takast fyrir kosningar. Jón hafi borgað flugið en Kristján restina af ferðinni Heimildin rekur einnig samband Jóns Gunnarsson og Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf., í gegnum tíðina og rifjar upp tvær myndir af þeim félögum. Annars vegar þegar Jón birti mynd af sér árið 2018 á aðalfundi Íslenska hrognkelsafélagsins sem hann er í ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni þáverandi ráðherra, og Kristjáni Loftssyni. Hins vegar er rifjað upp þegar Jón fór á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september en hann var þá ekki í sendinefnd íslenskra stjórnvalda, né fulltrúi hagsmunaaðila á fundinum, heldur óbreyttur þingmaður. Jón og Kristján tilheyra báðir Íslenska hrognkelsfélaginu svokallaða. Þeir voru sæmdir heiðursorðu félagsins á Þremur Frökkum í maí 2018. Í færslu sem Jón birti á Facebook er mynd af honum með Kristjáni Loftssyni og íslensku sendinefndinni. Þar sagðist Jón hafa laumað sér á myndina en væri ekki í sendinefndinni. Hann hafi óskað eftir því að fá að fara á fundinn en Bjarkey Olsen matvælaráðherra ekki samþykkt það. „Ég greiði sjálfur allan kostnað við ferðina,“ áréttaði Jón í færslunni. Færsla Jóns um fund Alþjóðahvalveiðiráðsins. Gunnar Bergmann segir aðra sögu af ferðalagi föður síns á fundinn. Það hafi verið Kristján sem hafi átt frumkvæðið að ferð Jóns og hafi borgað fyrir stóran hluta ferðarinnar. „Þegar hann [Kristján] var að fara á fund Alþjóða hvalveiðiráðsins og spurði pabba minn: „Jón, ertu upptekinn þessa daga?“ „Af hverju ertu að spyrja? Viltu að ég komi með þér?“ „Ef þú getur, ef þú getur komið.“ Þannig að hann fór með og auðvitað borgaði pabbi minn flugið til New York en hins vegar ekki restina af ferðinni,“ er haft eftir Gunnari í umfjöllun Heimildarinnar. Þórdís muni rita undir leyfið í stað Bjarna Annað sem kemur fram í samtali Gunnars við falska fjárfestinn er að Bjarni Benediktsson tengist í gegnum föðurbræður sína, Einar og Ingimund Sveinssyni, inn í hluthafahóp Hvals. Að sögn Gunnars muni Bjarni því eiga erfitt með undirrita hvalveiðileyfið sjálfur. „Hver mun þá undirrita það?“ spyrji falski fjárfestirinn þá. „Utanríkisráðherra,“ svarar Gunnar og á þar við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Hann tekur þó fram að hún sé ekki sammála Jóni en þeir verði samt að treysta á hana. Þá útskýri Gunnar fyrir fjárfestinum að það sé enn nægur tími til stefnu, bæði fyrir og eftir kosningar. Gunnar segist telja að Jóni takist að veita leyfið þar sem honum sé sama um allt annað en veitingu leyfisins. Ekki fótur fyrir neinu sem sé gefið í skyn Heimildin segir að haft hafi verið samband við Gunnar Bergmann og Jón Gunnarsson síðastliðinn föstudag. Gunnar hafi sagst vera að gera sig breiðan fyrir manni sem hann taldi vera erlendan fjárfesti. Hann hafi ekki svarað því hvort hann hafi sagt ósatt en að það gæti verið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig. Jón bað um að fá sendar skriflegar spurningar á laugardag eftir tilraunir Heimildarinnar til að ná tali af honum. Heimildin hafi sent á hann sjö spurningar þar sem hann er meðal annars spurður út í meint samkomulag hans við Bjarna, meint fyrirheit hans um að beita sér fyrir útgáfu nýs hvalveiðileyfis og greiðslur Kristjáns Loftssonar. „Þær dylgjur sem felast í spurningum þínum eru ekki svaraverðar enda ekki fótur fyrir neinu því sem gefið er í skyn,“ sagði Jón í skriflegu svari. Hann sagði að sér þætti leitt að Heimildin leggðist svo lágt að draga saklausan son sinn inn í málið til að koma pólitísku höggi á sig. „Ég gerði ekkert slíkt samkomulag“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í skriflegu svari til Heimildarinnar að hann hafi ekki gert samning við Jón líkt og þann sem er lýst á upptökunni. „Nei, ég gerði ekkert slíkt samkomulag. Þeir sem halda slíku fram þurfa að bera ábyrgð á þeim orðum sjálfir og rökstyðja þau,“ segir í skriflegu svari Bjarna. „Jón Gunnarsson starfar í ráðuneytinu sem aðstoðarmaður og sinnir þar fjölbreyttum verkefnum. Eins og skýrt kemur fram í lögum hafa aðstoðarmenn hins vegar engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir á borð við að gefa út leyfi til hvalveiða,“ segir einnig þar. Hann hafi ekki gefið loforð um að beita sér fyrir áframhaldandi hvalveiðum og lofi aldrei neinu um framgang stjórnsýsluerinda. „Umsókn um leyfi til hvalveiða er í eðlilegu stjórnsýsluferli, ég mun ekki beita mér fyrir öðru en að hún fái eðlilega afgreiðslu lögum samkvæmt,“ sagði í svari Bjarna.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira