Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 22:02 Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og var hluti af þríeykinu svokallaða í Covid-19-heimsfaraldrinum. Hún telur Ísland hafa heilt yfir komið vel út úr faraldrinum en innviðir hafi kannski ekki verið nægilega sterkir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir það hafa verið nauðsynlegt að fletja kúrfuna í upphafi Covid-faraldurs. Ísland komi vel út í rannsóknum á umframdauðsföllum og sóttvarnaraðgerðir hafi verið síst meiri hérlendis en annars staðar. Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu. Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Dyravörður grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Sjá meira
Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Dyravörður grunaður um líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent