Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 14:52 Frá upplýsingafundi dagsins. Mynd/Lögreglan Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira