Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 14:52 Frá upplýsingafundi dagsins. Mynd/Lögreglan Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeildar Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri. Verið er að skoða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda áfram skimun á landamærum Íslands eftir að Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi ekki halda því áfram innan fárra daga. Meðal þess sem taka þarf á er að sýkla- og veirufræðudeild Landspítala getur greint 500 sýni á dag, en Íslensk erfðagreining hefur verið að greina töluvert fleiri. Þríeykið svokallaða var meðal annars spurt út í þetta á upplýsingafundi dagsins, af hverju stjórnvöld hafi ekki verið búin að efla greiningargetu Landspítalans í stað þess að treysta á Íslenska erfðagreiningu. „Það eru auðvitað margar vikur eða mánuður síðan var ákveðið að styrkja sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vegna þessa veikleika sem er skert greiningargeta. Það er löngu búið að leggja inn pantanir fyrir tækjum en það er auðvitað allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum og þess vegna er þessi bið. Þetta tæki sem eykur afkastagetuna til muna, það er ekki von á því fyrr en í október,“ sagði Alma Möller landlæknir um þetta. Í máli Páls Þórhallssonar úr forsætisráðuneytinu kom fram að Landspítalinn væri á biðlista eftir tækjunum en í millitíðinni væri unnið að því að bæta annars konar búnað. Þórólfur Guðnasonar sóttvarnalæknis kom fram að afkastageta rannsóknarstofunnar væru brotalöm á kerfinu sem þyrfti skoða vel þegar faraldurinn yrði gerður upp. „Ég held að það sé alveg hárrétt að þetta er brotalöm í okkar viðbúnaði og þetta er einn af þeim hlutum sem við þurfum að taka til endurskoðunar þegar við gerum þennan faraldur upp. Það er afkastageta rannsóknarstofa til að greina og skima og svo framvegis. Þannig að það er alveg hárrétt að það er veikleiki en við vorum svo lánssöm að geta notið starfskrafta Íslenskrar erfðagreiningar og það er bara mjög ánægjulegt en við þurfum að skoða þessi mál, alveg klárlega,“ sagði Þórólfur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira