Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 30. október 2025 21:30 Birgir Fannar Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Vísir Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“ Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09