Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Jón Ísak Ragnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 30. október 2025 21:30 Birgir Fannar Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Vísir Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“ Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Atvikið í gær vakti mikla athygli þegar myndband af því birtist á Vísi. Þar sést hvar hjólreiðamaður og ökumaður koma að hringtorgi á sama tíma en aðstæður á staðnum voru erfiðar og þrengja snjóruðningar veginn til muna. Erfitt er að sjá í myndbandinu hvor aðilinn á réttinn en ljóst er að ökumaðurinn virðist gefa í og keyrir utan í hjólreiðamanninn sem bregst ókvæða við og slær margsinnis í bílinn. Formaður Reiðhjólabænda segir augljóslega eitthvað hafa gerst áður en upptakan hefst og hann ætli sér ekki að verja viðbrögð hjólreiðamannsins. Ökumaðurinn keyri hins vegar vísvitandi á hjólreiðamanninn og fyrir þá sem ítrekað hafi lent í svipuðum aðstæðum séu viðbrögðin að einhverju leyti skiljanleg. Athæfið sé stórhættulegt. „Þarna eru tvær manneskjur sem eru að reyna að komast eitthvert, annarri manneskjunni finnst hin vera fyrir sér og finnst hún hafa rétt til þess hreinlega að aka utan í viðkomandi. Það er bara ekki í lagi,“ segir Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. Í gær birtist viðtal við eiganda bílsins á Vísi. Hann segir hjólreiðamanninn hafa verið að dóla á götunni og bíllinn taki þá fram úr. Hjólreiðamaðurinn hafi síðan reynt að troða sér inn í þröngt svæði á milli bíls og gangstéttarkants og hjólreiðamaðurinn í kjölfarið byrjað að sparka og berja í bílinn. Birgir segir það kannski koma fólki á óvart að samkvæmt gildandi umferðalögum séu reiðhjöl skilgreind sem ökutæki og megi vera á götum. Samskipti hjólreiðamanna og þeirra sem keyra bíla gætu verið betri. „Það er alltof algengt að ökumenn telji sig eiga meiri rétt á að nota götuna heldur en þeir sem hjóla og það er bara ekki þannig. Fólk brýtur oft umferðareglur bara af því að því finnst eitthvað.“ „Maður sá það í íbúðahverfum að fólk var gangandi eftir götum af því það var ekki annað hægt. Ökumenn sýna þeim tillit, af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi við reiðhjólafólk?“
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. 29. október 2025 21:09