Aulahrollur þjóðrembingsins Kristinn Hrafnsson skrifar 2. júlí 2020 15:43 Fyrir tæpum tuttugu árum bjó ég um skeið í Edinborg með fjölskyldunni. Bar það þá helst til tíðinda yfir hafið frá Íslandi og í fréttamiðla ytra, að íslensk stjórnvöld hefðu smalað saman erlendum mótmælendum sem fyrirhuguðu að mótmæla opinberri heimsókn leiðtoga Kína og sett þá í fangabúðir á Suðurnesjum. Þannig voru fréttirnar í BBC. Þetta var ekki góð landkynning og mér varð dulítið illt í hjartanu þegar skoskir vinir voru varfærnislega að spyrja út í málið. Það kom sjálfum mér dálítið á óvart að mér stæði ekki á sama hvað fólkið þarna út í heimi héldi um föðurlandið mitt. Þannig blundar í hjartanu vottur af þjóðarstolti, jafnvel þó maður sjálfur hafi talið sig ósköp sigldan og „international“. Ættjarðarást er líka holl og góð enda byggð á væntumþykju gagnvart fallegu landi og stórbrotinni náttúru. Það er þó ekki hægt að fyllast miklu stolti yfir sögu þjóðarinnar enda markast hún af óblíðum refsingum náttúruafla, vanþróun og fádæma harðræði gegn lítilmagnanum. Það má vera helst nokkur þjóðaránægja með að hafa tórað. Þegar ég var í Írak 2007 tók ég viðtal við einn af æðstu stjórnendum í her landsins. Þetta var fremur óáhugavert viðtal og tekið af hálfgerðri skyldu vegna aðstæðna, enda var maðurinn bara að básúna stefnu leppstjórnar í herteknu landi. En hann var vel menntaður og lesinn. Þegar ég spurði hann áhugalítill um vonir hans um framtíð eigin lands, sem sannarlega var í rúst, enn logandi í átökum m.a. stjórnlausum og illvígum trúarbragðavígum sem fóru úr böndunum af því innrásaraðilinn hafði ekkert plan, horfði hann á mig og tók til máls: „Af hverju ættum við ekki að eiga von um að geta risið úr öskustó eins og þið Íslendingar. Þið voruð stórkostlega vanþróuð þjóð allt fram að Seinni heimstyrjöldinni. Þið eigið ykkar sögu um trúarbragðaátök - afhausuðuð þið ekki biskup? Ykkur tókst á tiltölulega skömmum tíma, 2-3 áratugum að rísa úr volæðinu og vanþróuninni og eruð nú á meðal þróuðustu þjóða heims. Þannig að af hverju ættum við ekki að geta það líka?“ Söguþekking íraska hershöfðingjans kom mér ánægjulega á óvart en ég lét ógert að fara í karp um ólíkar aðstæður og ólíkt sprengjuregni á Írak hefði Íslandi verið kastað inn í nútímann með gullregni herja bandamanna. Mestpart lenti gullið í vösum fámennrar elítu en vissulega sáldraðist eitthvað af gyllta duftinu framhjá söfnunarsílóum pólitískrar spillingar og þyngdi aðeins vasa fátæklinga. Þetta er hin íslenska útgáfa brauðmolakenningarinnar. Þær grunnaðstæður sem þá skópust eru að mestu enn við lýði. Á síðari tímum hefur þjóðin alið af sér afreksfólk sem hefur gert garðinn frægan í útlöndum, sér í lagi á listasviðinu en árangur íþróttamanna hefur einnig verið með ágætum, þegar vel árar. Yfir þeim árangri getum við öll verið stolt sem þjóð. Það er meira að segja dálítið sætt að belgja sig aðeins út yfir Gleðibanka og víkingaklappi en gleymum bara ekki Kaupþingsbanka og Rannsóknarskýrslu Alþingis. Síðustu daga hafa erlendir vinir mínir og samstarfsmenn sent mér skilaboð og lýst ánægju með Eurovision kvikmynd Will Ferrell. Þeir hlógu að góðlátlegu gríni sem gert var að Íslendingum, þessari skrítnu smáþjóð með stóra drauma. Mér sýnist að þjóðin hafi líka skilið hvað þetta saklausa grín er góð landkynning. Við hlæjum með og móðgumst ekki enda sá gagnrýnandi BBC um að móðgast fyrir okkar hönd. Við hlæjum að honum líka. Í morgun sá ég svo ensku myndbandsútgáfuna af lógókynningu KSÍ og hjartað í mér sökk. Þegar smábelgingur ættjarðarástar yfirkeyrist með svona hræðilegum hætti í yfirgengilegan rembing verður manni bumbult. Það er hárfín lína þarna sem menn mega ekki fara yfir en þarna er stokkið yfir hana heljarstökk - í fullum herklæðum. Af því að í hjarta mínu er mér ekki alveg sama er ég að vona að það taki ekki nokkur maður eftir þessari erlendu útgáfu myndbandsins. Er eiginlega að vona að KSÍ sjái bara sóma sinn í að láta það hægt og hljótt hverfa af vefnum. Ég vona líka að fólk skilji að það er reginmunur á sæluhrolli víkingaklappsins og aulahrolli þjóðrembingsins. Höfundur er ritstjóri Wikileaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum bjó ég um skeið í Edinborg með fjölskyldunni. Bar það þá helst til tíðinda yfir hafið frá Íslandi og í fréttamiðla ytra, að íslensk stjórnvöld hefðu smalað saman erlendum mótmælendum sem fyrirhuguðu að mótmæla opinberri heimsókn leiðtoga Kína og sett þá í fangabúðir á Suðurnesjum. Þannig voru fréttirnar í BBC. Þetta var ekki góð landkynning og mér varð dulítið illt í hjartanu þegar skoskir vinir voru varfærnislega að spyrja út í málið. Það kom sjálfum mér dálítið á óvart að mér stæði ekki á sama hvað fólkið þarna út í heimi héldi um föðurlandið mitt. Þannig blundar í hjartanu vottur af þjóðarstolti, jafnvel þó maður sjálfur hafi talið sig ósköp sigldan og „international“. Ættjarðarást er líka holl og góð enda byggð á væntumþykju gagnvart fallegu landi og stórbrotinni náttúru. Það er þó ekki hægt að fyllast miklu stolti yfir sögu þjóðarinnar enda markast hún af óblíðum refsingum náttúruafla, vanþróun og fádæma harðræði gegn lítilmagnanum. Það má vera helst nokkur þjóðaránægja með að hafa tórað. Þegar ég var í Írak 2007 tók ég viðtal við einn af æðstu stjórnendum í her landsins. Þetta var fremur óáhugavert viðtal og tekið af hálfgerðri skyldu vegna aðstæðna, enda var maðurinn bara að básúna stefnu leppstjórnar í herteknu landi. En hann var vel menntaður og lesinn. Þegar ég spurði hann áhugalítill um vonir hans um framtíð eigin lands, sem sannarlega var í rúst, enn logandi í átökum m.a. stjórnlausum og illvígum trúarbragðavígum sem fóru úr böndunum af því innrásaraðilinn hafði ekkert plan, horfði hann á mig og tók til máls: „Af hverju ættum við ekki að eiga von um að geta risið úr öskustó eins og þið Íslendingar. Þið voruð stórkostlega vanþróuð þjóð allt fram að Seinni heimstyrjöldinni. Þið eigið ykkar sögu um trúarbragðaátök - afhausuðuð þið ekki biskup? Ykkur tókst á tiltölulega skömmum tíma, 2-3 áratugum að rísa úr volæðinu og vanþróuninni og eruð nú á meðal þróuðustu þjóða heims. Þannig að af hverju ættum við ekki að geta það líka?“ Söguþekking íraska hershöfðingjans kom mér ánægjulega á óvart en ég lét ógert að fara í karp um ólíkar aðstæður og ólíkt sprengjuregni á Írak hefði Íslandi verið kastað inn í nútímann með gullregni herja bandamanna. Mestpart lenti gullið í vösum fámennrar elítu en vissulega sáldraðist eitthvað af gyllta duftinu framhjá söfnunarsílóum pólitískrar spillingar og þyngdi aðeins vasa fátæklinga. Þetta er hin íslenska útgáfa brauðmolakenningarinnar. Þær grunnaðstæður sem þá skópust eru að mestu enn við lýði. Á síðari tímum hefur þjóðin alið af sér afreksfólk sem hefur gert garðinn frægan í útlöndum, sér í lagi á listasviðinu en árangur íþróttamanna hefur einnig verið með ágætum, þegar vel árar. Yfir þeim árangri getum við öll verið stolt sem þjóð. Það er meira að segja dálítið sætt að belgja sig aðeins út yfir Gleðibanka og víkingaklappi en gleymum bara ekki Kaupþingsbanka og Rannsóknarskýrslu Alþingis. Síðustu daga hafa erlendir vinir mínir og samstarfsmenn sent mér skilaboð og lýst ánægju með Eurovision kvikmynd Will Ferrell. Þeir hlógu að góðlátlegu gríni sem gert var að Íslendingum, þessari skrítnu smáþjóð með stóra drauma. Mér sýnist að þjóðin hafi líka skilið hvað þetta saklausa grín er góð landkynning. Við hlæjum með og móðgumst ekki enda sá gagnrýnandi BBC um að móðgast fyrir okkar hönd. Við hlæjum að honum líka. Í morgun sá ég svo ensku myndbandsútgáfuna af lógókynningu KSÍ og hjartað í mér sökk. Þegar smábelgingur ættjarðarástar yfirkeyrist með svona hræðilegum hætti í yfirgengilegan rembing verður manni bumbult. Það er hárfín lína þarna sem menn mega ekki fara yfir en þarna er stokkið yfir hana heljarstökk - í fullum herklæðum. Af því að í hjarta mínu er mér ekki alveg sama er ég að vona að það taki ekki nokkur maður eftir þessari erlendu útgáfu myndbandsins. Er eiginlega að vona að KSÍ sjái bara sóma sinn í að láta það hægt og hljótt hverfa af vefnum. Ég vona líka að fólk skilji að það er reginmunur á sæluhrolli víkingaklappsins og aulahrolli þjóðrembingsins. Höfundur er ritstjóri Wikileaks.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun