Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson skrifar 29. júní 2020 10:16 Aðalfundur SÁÁ kemur saman á morgun. Svo virðist sem allt logi stafnanna á milli á þeim bæ. Hver fjárinn er á seiði? Ef marka má íslensku símskeytaumræðuna, hálfar setningar og hrópin er allt að fara til andskotans. Auðvitað er nýi tíminn að halda innreið sína, auðvitað er fagmennska að taka við af fúski, auðvitað eru það talsmenn valdreifingar og lýðræðis að slást við „freka kallinn“. „Hann vill ráða einn en ég vil dreifa valdinu“ segir talsmaður nútímans í drottningarviðtali hjá helgarblaði DV. Skömm spilakassanna er dregin inn í skvaldrið og sálfræðingar orðnir píslarvætti átakanna. Þetta getur varla orðið klisjukenndara. Undir því get ég ekki setið þegjandi því hér er teflt um annað og meira en sóma bróður míns. SÁÁ og allt sem þau standa fyrir er hér í húfi. Hugsjónir SÁÁ SÁÁ var stofnað vegna metnaðarleysis og hirðuleysis í heilbrigðiskerfinu almennt og geðheilbrigðiskerfinu sérstaklega. Hugsjón SÁÁ byggist á þeirri forsendu að áfengis- og vímuefnasýki er sjálfstæður sjúkdómur. Í því felst að þessir sjúklingar eiga rétt á virðingu og reisn eins og allir aðrir sjúklingar njóta. Þetta þýðir að áfengislækningar eru sérgrein og hefur jafnframt í för með sér nauðsyn þess að mennta og þjálfa sérstaka fagstétt áfengisráðgjafa. Hugsjón SÁÁ var og er að skapa efnislegan grunn og innviði sem skapa skilyrðin fyrir meðferð á þessum meginforsendum. Afskipti félagasamtakanna SÁÁ af sjálfu sjúkrahúss- og meðferðarstarfinu nær ekki lengra en þessi hugsjón segir til um. Læknar og annað starfsfólk er ráðið til starfa á sjúkrastofnunum á þessum grundvelli. Ráðinn er yfirlæknir og fer hann með allt úrslitavald og ábyrgð á hinu faglega meðferðarstarfi. Þannig er það og hefur ætíð verið. Fjármögnun starfsemi SÁÁ Starfsemi SÁÁ í heild er fjármögnuð á tvennan hátt. Annars vegar eru sjúkrastofnanir reknar fyrir opinbert fé frá ríkinu. Um það er nú gerður þjónustusamningur. Hins vegar þarf SÁÁ að afla fjár til að standa undir rekstri og viðhaldi bygginga og fleiri innviða. Fjárhagur þessi er tvískiptur og aðskilinn á sama hátt og félagastarf samtakanna og meðferðarstarf fagfólksins eru aðskilin. SÁÁ hafa alltaf viljað gera miklu meira heldur en það sem fjárveitingavald ríkisins hefur verið tilbúið til að greiða fyrir. Stundum hefur verið brugðið á það ráð að fjármagna meðferð og viðlíka starfsemi með sjálfsaflafé. Oft í von um að gagnsemi þess sanni sig í framkvæmd og hljóti velþóknun fjárveitingavaldsins. Neyðarúrræði framkvæmdastjórnar SÁÁ og uppsagnir Nú í vetur var svo komið að framkvæmdastjórn SÁÁ sá sér ekki fært að halda áfram að fjármagna vissa starfsemi með þessu sjálfsaflafé. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað samtökin geta leyft sér í þeim efnum. Halda verður byggingum við ásamt öðrum innviðum og gæta að áreiðanleika samtakanna gagnvart lánastofnunum. Stundum eru sjóðirnir í hættu þegar innstreymi vegur ekki upp á móti útstreyminu. Því kom til uppsagna starfsfólks. Ekkert af því fólki sem sagt var upp var þóknanlegt heilbrigðisyfirvöldum því það féll ekki undir þjónustusamning SÁÁ við ríkið. Þetta er undirrót fjaðrafoksins að undanförnu. Að þessari samdráttaráætlun stóð öll framkvæmdastjórnin (líka frambjóðandinn til formanns sem vill ekkert hafa með gamla yfirlækninn). Ástæðan fyrir því að framkvæmdastjórnin greip til þessa ráðs var að sú er gegnir stöðu yfirlæknis lagði ekki fram tillögur um samdrátt eins og henni bar. Vísast er ákvörðunin óþægileg og kemur niður á fólki sem stendur henni nærri og gæti það haft sitt að segja. Ekki var hægt að bíða eftir því endalaust að hún velti vöngum yfir erfiðum ákvörðunum. Því fór sem fór. „Uppreisn“ starfsmanna og undirskriftalisti Ólund og jafnvel uppreisn starfsmannanna er fullkomlega skiljanleg þó forsendur hennar kunni að vera vafasamar og við ekki endilega sammála. Um þverbak keyrir þó þegar hluti starfsmanna blandar sér í innri mál félagasamtakanna SÁÁ og reynir að skipa þeim að velja formann sem hefur hlotið blessun þeirra. Hér brutu nokkrir starfsmenn blað í fjörutíu ára sögu SÁÁ. Hingað til hefur starfsfólk alltaf áttað sig á því að það er íhlutun í lýðræðislegar og málefnalegar ákvarðanir að knýja félagsmenn til að hafa hliðsjón af sálarlífi starfsmanna þegar kosið er. Þeir sem stóðu að þessum undirskriftum hafa átt skamma sögu með SÁÁ og bera lítið skynbragð á eðli þeirra tengsla sem eru milli félagasamtakanna SÁÁ og stofnana þess. Ég á nefnilega bágt með að trúa að fólki gangi illt til. Varla er hægt að taka mark á undirskriftalistanum alræmda gegn gamla yfirlækninum sem birtist í fjölmiðlum nýverið. Á vinnustað sem þessum eru allir meir og minna háðir hver öðrum. Og þegar þeir sem rétta okkur undirskriftalista hafa framfærslu okkar í framtíðinni í hendi sér leikur stór vafi á trúverðugleika og réttmæti gjörnings af þessu tagi. Hafa ber einnig í huga að minnihluti fullnuma áfengisráðgjafa skrifaði undir. Þeir 8 af 10 sem það gerðu gegna stjórnunarstöðum. Ef gamli yfirlæknirinn verður formaður hefur það engin áhrif á stöðu þeirra. Þetta vita þeir fullvel og einnig að hann hvorki getur né vill sem formaður stugga við þeim. Aftur á móti gæti það haft áhrif á stöðu þeirra að neita sínum yfirmanni um undirskrift. Ekki er þetta öll vitleysan. Undir yfirlýsinguna gegn gamla yfirlækninum skrifa líka ráðgjafanemar. Þeir eru allir með styttri starfsaldur en þau þrjú ár sem gamli yfirlæknirinn hefur verið fjarverandi. Þeir skrifa því undir að líkindum til að þóknast öðrum sem þeir eiga allt undir en ekki eftir eigin sannfæringu og reynslu. Gífuryrði geðlæknisins Í fjölmiðlafárinu fyrir nokkrum vikum steig Víðir Sigrúnarson geðlæknir fram og hafði í frammi gífuryrði um gamla yfirlækninn sem hann hefur aldrei unnið með og veit nákvæmlega ekkert um. Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins. Hann telur sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Ekki er þetta vísbending um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið. Píslarvætti sálfræðinga Í viðtali við Kastljós lét yfirlæknir Vogs í það skína að gamalgróin andúð á sálfræðingum innan SÁÁ væri eitt af því sem útskýrði uppsagnirnar. Hún sagði ekki sannleikann sem er sá að heilbrigðisyfirvöld vilja ekki sálfræðinga í vinnu hjá SÁÁ og samtökin hafa neyðst til að launa þá af sjálfsaflafé. Orð hennar eru líka ankannaleg þegar haft er í huga að það var gamli yfirlæknirinn sem stóð fyrir því upphaflega að allir þessir sálfræðingar eru í vinnu. Ekki hún né þeir sem nú keppast við að níða af honum skóinn. Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja. Ætlast er til þess að þjóðin súpi hveljur yfir því að þremur sálfræðingum er sagt upp. Sálfræðingafélagið var illu heilli dregið inn í þessar deilur. Stjórn þess ályktaði á þá lund að hér væri framkvæmdastjórn SÁÁ sökudólgurinn. En það er ekki svo. Eins og áður segir eru laun sálfræðinganna greidd með sjálfsaflafé SÁÁ þar sem þjónustusamningur við ríkið gerir ekki ráð fyrir þeim. Ótrygg staða sálfræðinga er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis. Þangað bera að skila þessari skömm. Sálfræðingafélagi Íslands stendur nær að halda á lofti hinni almennu kröfu okkar sálfræðinga um fulla mönnun heilbrigðisstofnana með sálfræðingum sem við beinum auðvitað til heilbrigðisyfirvalda en fráleitt SÁÁ. Aðalfundur - formannskjör Margir halda að nú sé smalað og fólk og fénaður hópist af fjalli til að kjósa formann SÁÁ á morgun. Þannig er það nú ekki. Æðsta vald á milli aðalfunda er í höndum 48 manna aðalstjórnar. Kosið er í 16 stjórnarsæti þriðja hvert ár. Þetta er gert til þess að girða fyrir valdarán og hallarbyltingar. Öll nýbreytni þarfa að standa svo föstum málefnalegum og félagslegum fótum að hún lifi í eitt til tvö ár hljóti hún ekki náð í fyrstu atrennu. Það tapar því enginn á morgun. Það tekur bara eitt ár eða tvö fyrir réttlætið og skynsemina að hafa sigur að lokum. Deiluaðilar geta því andað léttar og sparað sér geðshræringarnar. Aðalstjórnin kýs framkvæmdastjórn og hlutast ekki til um verkaskiptingu hennar að öðru leyti en því að hún kýs formanninn sérstaklega. Þetta fyrirkomulag kemur til af tvennu. Í fyrsta lagi: Með því að kjósa formanninn sérstaklega er komið í veg fyrir valdabaráttu um hann innan framkvæmdastjórnar án vitundar aðalstjórnar. Í öðru lagi: Aðalstjórn kýs formann sem er þá ábyrgur fyrir henni. Hann er ekki kosinn af aðalfundi og ábyrgur fyrir honum. Þannig getur aðalstjórn haft hemil á formanni sínum og lendir aldrei í þeirri stöðu að hann geti staðið gegn aðalstjórn og vísað til umboðs frá aðalfundi. „Málefni“ formannsframbjóðanda Nú hafa tveir menn stigið fram og lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í formannskjöri hjá SÁÁ: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Ég má ekki efast um góðvild né mannkosti Einars Hermannssonar. Hér skiptir mannjöfnuður ekki máli heldur hvað gert er og sagt. Og það eru fáein atriði sem mæla gegn honum sem heppilegum formanni við núverandi aðstæður. Fyrst ber að nefna að Einar stóð að ákvörðun framkvæmdastjórnar um samdrátt og þar með uppsagnir starfsfólks eins og allir hinir. Hann breytti ekki afstöðu sinni fyrr en óánægja og hótanir ónefndra starfsmanna komu fram. Hann var ekki frekar en starfsfólkið eða yfirlæknir SÁÁ með neina aðra tillögu um hvernig ætti að bregðast við þessum fjárhagsvanda. Hann hefur síðar meir ekki bent á neinar aðrar leiðir. Við vitum þá ekki hver stefna hans er. Í annan stað sagði Einar sig úr framkvæmdastjórn í öllum látunum. Þetta er slæmur vitnisburður í tvennum skilningi: 1) Líti hann á sig sem fulltrúa málefnahóps innan SÁÁ brást hann þar með fylgismönnum sínum. Þeir hafa ekki átt sinn fulltrúa í framkvæmdastjórn til að beita sér og fylgjast með mánuðum og vikum saman. 2) Stjórnarmaður sem rýkur á dyr og segir af sér þegar hann fær ekki sitt fram er einmitt sá sem vill „ráða einn“. Þessi viðbrögð við minnihlutastöðu bendir ekki til þess að sáttamaður sé á ferð. Í þriðja lagi blandar Einar siðferðilegum álitamálum um spilakassa í umræðuna og virðist ekki átta sig á að hér brá hann tvíeggja sverði. Þess ber að gæta að SÁÁ fær 10% af tekjum Íslandsspila. Rauði krossinn og Hjálparsveitir 90%. SÁÁ hafa alltaf verið tilbúin til að gefa frá sér þessa tekjulind ef önnur fæst í hennar stað. Gagnrýnendum hefur ekki tekist að leysa þá klemmu. Einar sagði í blaðaviðtali að þessar 55 milljónir upp úr spilakössum væri ekki stórt hlutfall af 1200 milljóna heildarveltu. Mikið rétt. En þetta er býsna stór hluti sjálfsaflafjárins! Þeir starfsmenn sem halda að formannsefni þetta sé að passa uppá starfið þeirra mega velta því fyrir sér hvernig hann ætlar að afla fjár til að borga launin þeirra – eða gera við þakið á Vogi. Hann er greinilega ekki tilbúinn til að verja fjárhag SÁÁ og þar með möguleika samtakanna til að tryggja efnislegan grunn og innviði sjálfrar meðferðarinnar – svo ekki sé talað um að launa starfsmenn sem heilbrigðisráðuneytið vill ekki hafa í starfsmannahópnum. Í fjórða lagi hefur Einar lýst því yfir að hann vilji aðskilja að fullu rekstur og stjórn samtakanna SÁÁ annars vegar og sjúkrastofnana hins vegar. Annað hvort byggist þetta tal á misskilningi eða annað býr undir. Í lögum SÁÁ er kveðið á um stjórnunarlegan aðskilnað sjálfra samtakanna og sjúkrastofnana. Einnig er kveðið á um þetta í ráðningasamningi yfirlæknis. Í þriðja lagi gera landslög ráð fyrir þessu. Einar Hermannsson hefur ekki sett fram neinar tillögur um breytingar á lögum SÁÁ né heldur ráðningasamningi yfirlæknis hvað þá ábendingar til stjórnvalda að bæta lög um heilbrigðisstofnanir. Enda engin þörf á því. Að þessu leyti er þetta misskilningur og þar með merkingarlítið hjal. Ef til vill býr eitthvað undir sem ekki er sagt. Mig grunar að sú stefna sé nú uppi hjá einhverjum starfsmönnum sem Einar talar fyrir (sem geta varla verið áfengisráðgjafarnir!) sem vilja einfaldlega losna við SÁÁ í núverandi mynd. Fyrir þeim er það óþægilegt að mega ekki fara sínu fram að vild í stað þess að starfrækja og stjórna meðferðinni eftir hugsjón SÁÁ. Þeir vilja fá sitt úr sjóðum félagasamtakanna og ráðskast með sjálfsaflafé þeirra að vild. Þeir vilja breyta SÁÁ í góðgerðarsamtök eins og Lions, Kiwanis eða Kvenfélag Hringsins. Safna peningum fyrir því sem starfsfólkinu vantar og það fær ekki hjá ríkinu. Sjúkrastofnanir SÁÁ breytast þá í sjálfala bákn þar sem stjórnendur eru ekki lengur ábyrgir gagnvart þeim almannasamtökum sem fóstrar þá heldur sjálfum sér og eigin geðþótta. Með öðrum orðum er velferð sjúklinganna og ástvina þeirra ekki í fyrirrúmi hér heldur þægindi þeirra sjálfra. Hvað er í húfi? Almennir félagsmenn SÁÁ þurfa að gæta að því sem er í húfi. Hér er ekki kosið um „freka kallinn“. Hér er ekki fagmennska í meðferð SÁÁ undir. Hér er heldur ekki kosið um afstöðu SÁÁ til sálfræðinga. Hér er einfaldlega kosið um SÁÁ sjálft og hlutverk þessara almannasamtaka sem okkur eru kær. Þegar hugsjón SÁÁ hefur náð fram að ganga á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins er vísast hægt að breyta samtökunum í góðgerðarsamtök. En sú er ekki raunin eins og allir vita. Það vill svo til að Þórarinn Tyrfingsson stendur vörð um þessa hugsjón og ekkert annað í þessari deilu. Enginn annar hefur stigið fram í nafni hennar og gefið kost á sér í formannskjöri. Sögusagnir og getgátur um ráðríki, baktjaldamakk og persónugalla svo ekki sé minnst á nánast glæpsamlegan ásetning skipta hér engu máli. Það er hugsjón SÁÁ og innviðir faglegrar meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og þjónusta við ástvini þeirra sem hér er tekist á um. Höfundur er sálfræðingur á geðsviði Landspítalans; áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri hjá SÁÁ 1986-1999, ráðgjafi, kennari og hönnuður meðferðardagskrár fyrir félagsþjónustuna í Gävle í Svíþjóð 1992-2000; fyrsti ráðgjafi fyrir spilafíkla hjá SÁÁ 1993-1999 og skrifaði lítinn ritling við alþýðuskap um það vandamál; aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og stundakennari í klínísku mastersnámi við Háskólann í Reykjavík. Formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Aðalfundur SÁÁ kemur saman á morgun. Svo virðist sem allt logi stafnanna á milli á þeim bæ. Hver fjárinn er á seiði? Ef marka má íslensku símskeytaumræðuna, hálfar setningar og hrópin er allt að fara til andskotans. Auðvitað er nýi tíminn að halda innreið sína, auðvitað er fagmennska að taka við af fúski, auðvitað eru það talsmenn valdreifingar og lýðræðis að slást við „freka kallinn“. „Hann vill ráða einn en ég vil dreifa valdinu“ segir talsmaður nútímans í drottningarviðtali hjá helgarblaði DV. Skömm spilakassanna er dregin inn í skvaldrið og sálfræðingar orðnir píslarvætti átakanna. Þetta getur varla orðið klisjukenndara. Undir því get ég ekki setið þegjandi því hér er teflt um annað og meira en sóma bróður míns. SÁÁ og allt sem þau standa fyrir er hér í húfi. Hugsjónir SÁÁ SÁÁ var stofnað vegna metnaðarleysis og hirðuleysis í heilbrigðiskerfinu almennt og geðheilbrigðiskerfinu sérstaklega. Hugsjón SÁÁ byggist á þeirri forsendu að áfengis- og vímuefnasýki er sjálfstæður sjúkdómur. Í því felst að þessir sjúklingar eiga rétt á virðingu og reisn eins og allir aðrir sjúklingar njóta. Þetta þýðir að áfengislækningar eru sérgrein og hefur jafnframt í för með sér nauðsyn þess að mennta og þjálfa sérstaka fagstétt áfengisráðgjafa. Hugsjón SÁÁ var og er að skapa efnislegan grunn og innviði sem skapa skilyrðin fyrir meðferð á þessum meginforsendum. Afskipti félagasamtakanna SÁÁ af sjálfu sjúkrahúss- og meðferðarstarfinu nær ekki lengra en þessi hugsjón segir til um. Læknar og annað starfsfólk er ráðið til starfa á sjúkrastofnunum á þessum grundvelli. Ráðinn er yfirlæknir og fer hann með allt úrslitavald og ábyrgð á hinu faglega meðferðarstarfi. Þannig er það og hefur ætíð verið. Fjármögnun starfsemi SÁÁ Starfsemi SÁÁ í heild er fjármögnuð á tvennan hátt. Annars vegar eru sjúkrastofnanir reknar fyrir opinbert fé frá ríkinu. Um það er nú gerður þjónustusamningur. Hins vegar þarf SÁÁ að afla fjár til að standa undir rekstri og viðhaldi bygginga og fleiri innviða. Fjárhagur þessi er tvískiptur og aðskilinn á sama hátt og félagastarf samtakanna og meðferðarstarf fagfólksins eru aðskilin. SÁÁ hafa alltaf viljað gera miklu meira heldur en það sem fjárveitingavald ríkisins hefur verið tilbúið til að greiða fyrir. Stundum hefur verið brugðið á það ráð að fjármagna meðferð og viðlíka starfsemi með sjálfsaflafé. Oft í von um að gagnsemi þess sanni sig í framkvæmd og hljóti velþóknun fjárveitingavaldsins. Neyðarúrræði framkvæmdastjórnar SÁÁ og uppsagnir Nú í vetur var svo komið að framkvæmdastjórn SÁÁ sá sér ekki fært að halda áfram að fjármagna vissa starfsemi með þessu sjálfsaflafé. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað samtökin geta leyft sér í þeim efnum. Halda verður byggingum við ásamt öðrum innviðum og gæta að áreiðanleika samtakanna gagnvart lánastofnunum. Stundum eru sjóðirnir í hættu þegar innstreymi vegur ekki upp á móti útstreyminu. Því kom til uppsagna starfsfólks. Ekkert af því fólki sem sagt var upp var þóknanlegt heilbrigðisyfirvöldum því það féll ekki undir þjónustusamning SÁÁ við ríkið. Þetta er undirrót fjaðrafoksins að undanförnu. Að þessari samdráttaráætlun stóð öll framkvæmdastjórnin (líka frambjóðandinn til formanns sem vill ekkert hafa með gamla yfirlækninn). Ástæðan fyrir því að framkvæmdastjórnin greip til þessa ráðs var að sú er gegnir stöðu yfirlæknis lagði ekki fram tillögur um samdrátt eins og henni bar. Vísast er ákvörðunin óþægileg og kemur niður á fólki sem stendur henni nærri og gæti það haft sitt að segja. Ekki var hægt að bíða eftir því endalaust að hún velti vöngum yfir erfiðum ákvörðunum. Því fór sem fór. „Uppreisn“ starfsmanna og undirskriftalisti Ólund og jafnvel uppreisn starfsmannanna er fullkomlega skiljanleg þó forsendur hennar kunni að vera vafasamar og við ekki endilega sammála. Um þverbak keyrir þó þegar hluti starfsmanna blandar sér í innri mál félagasamtakanna SÁÁ og reynir að skipa þeim að velja formann sem hefur hlotið blessun þeirra. Hér brutu nokkrir starfsmenn blað í fjörutíu ára sögu SÁÁ. Hingað til hefur starfsfólk alltaf áttað sig á því að það er íhlutun í lýðræðislegar og málefnalegar ákvarðanir að knýja félagsmenn til að hafa hliðsjón af sálarlífi starfsmanna þegar kosið er. Þeir sem stóðu að þessum undirskriftum hafa átt skamma sögu með SÁÁ og bera lítið skynbragð á eðli þeirra tengsla sem eru milli félagasamtakanna SÁÁ og stofnana þess. Ég á nefnilega bágt með að trúa að fólki gangi illt til. Varla er hægt að taka mark á undirskriftalistanum alræmda gegn gamla yfirlækninum sem birtist í fjölmiðlum nýverið. Á vinnustað sem þessum eru allir meir og minna háðir hver öðrum. Og þegar þeir sem rétta okkur undirskriftalista hafa framfærslu okkar í framtíðinni í hendi sér leikur stór vafi á trúverðugleika og réttmæti gjörnings af þessu tagi. Hafa ber einnig í huga að minnihluti fullnuma áfengisráðgjafa skrifaði undir. Þeir 8 af 10 sem það gerðu gegna stjórnunarstöðum. Ef gamli yfirlæknirinn verður formaður hefur það engin áhrif á stöðu þeirra. Þetta vita þeir fullvel og einnig að hann hvorki getur né vill sem formaður stugga við þeim. Aftur á móti gæti það haft áhrif á stöðu þeirra að neita sínum yfirmanni um undirskrift. Ekki er þetta öll vitleysan. Undir yfirlýsinguna gegn gamla yfirlækninum skrifa líka ráðgjafanemar. Þeir eru allir með styttri starfsaldur en þau þrjú ár sem gamli yfirlæknirinn hefur verið fjarverandi. Þeir skrifa því undir að líkindum til að þóknast öðrum sem þeir eiga allt undir en ekki eftir eigin sannfæringu og reynslu. Gífuryrði geðlæknisins Í fjölmiðlafárinu fyrir nokkrum vikum steig Víðir Sigrúnarson geðlæknir fram og hafði í frammi gífuryrði um gamla yfirlækninn sem hann hefur aldrei unnið með og veit nákvæmlega ekkert um. Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins. Hann telur sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Ekki er þetta vísbending um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið. Píslarvætti sálfræðinga Í viðtali við Kastljós lét yfirlæknir Vogs í það skína að gamalgróin andúð á sálfræðingum innan SÁÁ væri eitt af því sem útskýrði uppsagnirnar. Hún sagði ekki sannleikann sem er sá að heilbrigðisyfirvöld vilja ekki sálfræðinga í vinnu hjá SÁÁ og samtökin hafa neyðst til að launa þá af sjálfsaflafé. Orð hennar eru líka ankannaleg þegar haft er í huga að það var gamli yfirlæknirinn sem stóð fyrir því upphaflega að allir þessir sálfræðingar eru í vinnu. Ekki hún né þeir sem nú keppast við að níða af honum skóinn. Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja. Ætlast er til þess að þjóðin súpi hveljur yfir því að þremur sálfræðingum er sagt upp. Sálfræðingafélagið var illu heilli dregið inn í þessar deilur. Stjórn þess ályktaði á þá lund að hér væri framkvæmdastjórn SÁÁ sökudólgurinn. En það er ekki svo. Eins og áður segir eru laun sálfræðinganna greidd með sjálfsaflafé SÁÁ þar sem þjónustusamningur við ríkið gerir ekki ráð fyrir þeim. Ótrygg staða sálfræðinga er á ábyrgð heilbrigðisráðuneytis. Þangað bera að skila þessari skömm. Sálfræðingafélagi Íslands stendur nær að halda á lofti hinni almennu kröfu okkar sálfræðinga um fulla mönnun heilbrigðisstofnana með sálfræðingum sem við beinum auðvitað til heilbrigðisyfirvalda en fráleitt SÁÁ. Aðalfundur - formannskjör Margir halda að nú sé smalað og fólk og fénaður hópist af fjalli til að kjósa formann SÁÁ á morgun. Þannig er það nú ekki. Æðsta vald á milli aðalfunda er í höndum 48 manna aðalstjórnar. Kosið er í 16 stjórnarsæti þriðja hvert ár. Þetta er gert til þess að girða fyrir valdarán og hallarbyltingar. Öll nýbreytni þarfa að standa svo föstum málefnalegum og félagslegum fótum að hún lifi í eitt til tvö ár hljóti hún ekki náð í fyrstu atrennu. Það tapar því enginn á morgun. Það tekur bara eitt ár eða tvö fyrir réttlætið og skynsemina að hafa sigur að lokum. Deiluaðilar geta því andað léttar og sparað sér geðshræringarnar. Aðalstjórnin kýs framkvæmdastjórn og hlutast ekki til um verkaskiptingu hennar að öðru leyti en því að hún kýs formanninn sérstaklega. Þetta fyrirkomulag kemur til af tvennu. Í fyrsta lagi: Með því að kjósa formanninn sérstaklega er komið í veg fyrir valdabaráttu um hann innan framkvæmdastjórnar án vitundar aðalstjórnar. Í öðru lagi: Aðalstjórn kýs formann sem er þá ábyrgur fyrir henni. Hann er ekki kosinn af aðalfundi og ábyrgur fyrir honum. Þannig getur aðalstjórn haft hemil á formanni sínum og lendir aldrei í þeirri stöðu að hann geti staðið gegn aðalstjórn og vísað til umboðs frá aðalfundi. „Málefni“ formannsframbjóðanda Nú hafa tveir menn stigið fram og lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í formannskjöri hjá SÁÁ: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Ég má ekki efast um góðvild né mannkosti Einars Hermannssonar. Hér skiptir mannjöfnuður ekki máli heldur hvað gert er og sagt. Og það eru fáein atriði sem mæla gegn honum sem heppilegum formanni við núverandi aðstæður. Fyrst ber að nefna að Einar stóð að ákvörðun framkvæmdastjórnar um samdrátt og þar með uppsagnir starfsfólks eins og allir hinir. Hann breytti ekki afstöðu sinni fyrr en óánægja og hótanir ónefndra starfsmanna komu fram. Hann var ekki frekar en starfsfólkið eða yfirlæknir SÁÁ með neina aðra tillögu um hvernig ætti að bregðast við þessum fjárhagsvanda. Hann hefur síðar meir ekki bent á neinar aðrar leiðir. Við vitum þá ekki hver stefna hans er. Í annan stað sagði Einar sig úr framkvæmdastjórn í öllum látunum. Þetta er slæmur vitnisburður í tvennum skilningi: 1) Líti hann á sig sem fulltrúa málefnahóps innan SÁÁ brást hann þar með fylgismönnum sínum. Þeir hafa ekki átt sinn fulltrúa í framkvæmdastjórn til að beita sér og fylgjast með mánuðum og vikum saman. 2) Stjórnarmaður sem rýkur á dyr og segir af sér þegar hann fær ekki sitt fram er einmitt sá sem vill „ráða einn“. Þessi viðbrögð við minnihlutastöðu bendir ekki til þess að sáttamaður sé á ferð. Í þriðja lagi blandar Einar siðferðilegum álitamálum um spilakassa í umræðuna og virðist ekki átta sig á að hér brá hann tvíeggja sverði. Þess ber að gæta að SÁÁ fær 10% af tekjum Íslandsspila. Rauði krossinn og Hjálparsveitir 90%. SÁÁ hafa alltaf verið tilbúin til að gefa frá sér þessa tekjulind ef önnur fæst í hennar stað. Gagnrýnendum hefur ekki tekist að leysa þá klemmu. Einar sagði í blaðaviðtali að þessar 55 milljónir upp úr spilakössum væri ekki stórt hlutfall af 1200 milljóna heildarveltu. Mikið rétt. En þetta er býsna stór hluti sjálfsaflafjárins! Þeir starfsmenn sem halda að formannsefni þetta sé að passa uppá starfið þeirra mega velta því fyrir sér hvernig hann ætlar að afla fjár til að borga launin þeirra – eða gera við þakið á Vogi. Hann er greinilega ekki tilbúinn til að verja fjárhag SÁÁ og þar með möguleika samtakanna til að tryggja efnislegan grunn og innviði sjálfrar meðferðarinnar – svo ekki sé talað um að launa starfsmenn sem heilbrigðisráðuneytið vill ekki hafa í starfsmannahópnum. Í fjórða lagi hefur Einar lýst því yfir að hann vilji aðskilja að fullu rekstur og stjórn samtakanna SÁÁ annars vegar og sjúkrastofnana hins vegar. Annað hvort byggist þetta tal á misskilningi eða annað býr undir. Í lögum SÁÁ er kveðið á um stjórnunarlegan aðskilnað sjálfra samtakanna og sjúkrastofnana. Einnig er kveðið á um þetta í ráðningasamningi yfirlæknis. Í þriðja lagi gera landslög ráð fyrir þessu. Einar Hermannsson hefur ekki sett fram neinar tillögur um breytingar á lögum SÁÁ né heldur ráðningasamningi yfirlæknis hvað þá ábendingar til stjórnvalda að bæta lög um heilbrigðisstofnanir. Enda engin þörf á því. Að þessu leyti er þetta misskilningur og þar með merkingarlítið hjal. Ef til vill býr eitthvað undir sem ekki er sagt. Mig grunar að sú stefna sé nú uppi hjá einhverjum starfsmönnum sem Einar talar fyrir (sem geta varla verið áfengisráðgjafarnir!) sem vilja einfaldlega losna við SÁÁ í núverandi mynd. Fyrir þeim er það óþægilegt að mega ekki fara sínu fram að vild í stað þess að starfrækja og stjórna meðferðinni eftir hugsjón SÁÁ. Þeir vilja fá sitt úr sjóðum félagasamtakanna og ráðskast með sjálfsaflafé þeirra að vild. Þeir vilja breyta SÁÁ í góðgerðarsamtök eins og Lions, Kiwanis eða Kvenfélag Hringsins. Safna peningum fyrir því sem starfsfólkinu vantar og það fær ekki hjá ríkinu. Sjúkrastofnanir SÁÁ breytast þá í sjálfala bákn þar sem stjórnendur eru ekki lengur ábyrgir gagnvart þeim almannasamtökum sem fóstrar þá heldur sjálfum sér og eigin geðþótta. Með öðrum orðum er velferð sjúklinganna og ástvina þeirra ekki í fyrirrúmi hér heldur þægindi þeirra sjálfra. Hvað er í húfi? Almennir félagsmenn SÁÁ þurfa að gæta að því sem er í húfi. Hér er ekki kosið um „freka kallinn“. Hér er ekki fagmennska í meðferð SÁÁ undir. Hér er heldur ekki kosið um afstöðu SÁÁ til sálfræðinga. Hér er einfaldlega kosið um SÁÁ sjálft og hlutverk þessara almannasamtaka sem okkur eru kær. Þegar hugsjón SÁÁ hefur náð fram að ganga á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins er vísast hægt að breyta samtökunum í góðgerðarsamtök. En sú er ekki raunin eins og allir vita. Það vill svo til að Þórarinn Tyrfingsson stendur vörð um þessa hugsjón og ekkert annað í þessari deilu. Enginn annar hefur stigið fram í nafni hennar og gefið kost á sér í formannskjöri. Sögusagnir og getgátur um ráðríki, baktjaldamakk og persónugalla svo ekki sé minnst á nánast glæpsamlegan ásetning skipta hér engu máli. Það er hugsjón SÁÁ og innviðir faglegrar meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og þjónusta við ástvini þeirra sem hér er tekist á um. Höfundur er sálfræðingur á geðsviði Landspítalans; áfengisráðgjafi og dagskrárstjóri hjá SÁÁ 1986-1999, ráðgjafi, kennari og hönnuður meðferðardagskrár fyrir félagsþjónustuna í Gävle í Svíþjóð 1992-2000; fyrsti ráðgjafi fyrir spilafíkla hjá SÁÁ 1993-1999 og skrifaði lítinn ritling við alþýðuskap um það vandamál; aðjúnkt við sálfræðideild Háskóla Íslands og stundakennari í klínísku mastersnámi við Háskólann í Reykjavík. Formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar