Minn forseti Þorvaldur Daníelsson skrifar 26. júní 2020 17:01 Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun