Af hverju kýs ég Guðmund Franklín? Stefán Páll Páluson skrifar 26. júní 2020 12:00 Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar